Треска / Treská

Gunnar Jónsson, fyrrum fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni tók saman sjávardýraorðabók á 10 tungumálum og nú hefur 11. tungumálið bæst við.

Helgi Haraldsson, fyrrum prófessor hjá Stofnun bókmennta og evrópskra tungumála við Hugvísindadeild Háskólans í Osló, bauð Hafrannsóknastofnuninni til afnota rússneskt orðasafn yfir sjávardýr sem hann tók saman. Þessu orðasafni hefur verið komið í orðabókina og má þar nú finna sjávardýraheiti á 11 tungumálum, íslensku, latínu, norsku, dönsku, þýsku, frönsku, ensku, færeysku, spænsku, portúgölsku og eins og áður sagði rússnesku.

Í fyrirsögninni eru orðin sem notuð eru fyrir þorsk á rússnesku

Hér má nálgast orðabókina.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hefur aldrei leiðst að vinna

Grindvíkingurinn Guðni Gústafsson er maður vikunnar á kvótanum að þessu sinni. Hann er orðinn 78 ára gamall, en hefur unnið allt ...

thumbnail
hover

Veiðar og fiskeldi skila 171 milljón...

„Á árinu 2016 námu veiðar og fiskeldi á heimsvísu um 171 milljón tonna og þar af voru fiskveiðar um 92 milljónir tonna eða um 5...

thumbnail
hover

Fordæma „þá dæmalausu umgegni um sjávarauðlindina“

Landssamband smábátaeigenda fordæmir þá dæmalausu umgengni um sjávarauðlindina sem fram kom í fréttaþættinum Kveik sem sýndur v...