-->

1.600 tonn af hvalkjöti komin til Japan

Flutningaskipið Winter Bay kom til Osaka í Japan 9. september sl. með tæp 1.600 tonn af frystum hvalaafurðum frá Íslandi. Skipið lagði úr höfn í Hafnarfirði 29. júlí og sigldi norðausturleiðina, um Norður-Íshafið norðan við Rússland, með viðkomu í Noregi þar sem tekin var olía.

„Þetta gekk eins og í sögu. Það er búið að losa allt og skipið er farið frá Osaka og ætlar sömu leið til baka og í fyrra,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. í samtali við Morgunblaðið. Farmurinn samanstóð af hvalkjöti, spiki, rengi og öðrum frystum hvalaafurðum. „Við vorum búnir að framleiða allar þessar vörur fyrir þennan markað og höfðum ekkert annað val en að senda þetta út.

Nú á þetta eftir að fara í gegnum efnagreiningar og innflutningsferlið í Japan. Þær efnagreiningaraðferðir sem Japanir nota eru sumar 40-50 ára gamlar og eru ekki í samræmi við neinar alþjóðlegar aðferðir varðandi svona efnagreiningar. Hvað kom út úr öllum þessum viðræðum við japönsk stjórnvöld, sem enn standa yfir, á nú eftir að koma í ljós.“ Kristján sagði aðspurður að nóg yrði til af súrsuðu rengi fyrir þorrablótin í vetur. Ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hátíðleg jólastund starfsmanna í nýja flugskýlinu

Hin árlega jólastund Landhelgisgæslunnar var haldin í nýja flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landh...

thumbnail
hover

15 milljónir til Maríu Júlíu

Í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis er lagt til að Áhugafélags um rekstur Maríu Júlíu BA-36 fái 15 m.kr. til...

thumbnail
hover

Vertu sæll, Brynjólfur, takk fyrir allt!

„Við vorum að ganga frá um borð og kveðja höfðingjann. Það var sérstök tilfinning,“ sagði Klemens Sigurðsson skipstjóri á...