Lúxusfiskur

Fiskur er lúxusmatur vegna hollustu sinnar, hreinleika hafsins við landið, hollustu og gæða. Því stuðlum við að aukinni fiskneyslu með því að birta hér á vefsíðunni uppskriftir að fiskréttum vikulega og höfum gert í um fimm ár. Og við höldum ótrauð áfram. Þessa uppskrift sóttum við á Netið eins og svo oft en hún er upphaflega frá Mjólkursamsölunni. Þetta er flottur matur sem óhætt er að mæla með ef góða veislu gjöra skal.

Innihald:

800         g ýsuflök skorin í bita

300         g rækjur

200         g sveppir ferskir sneiddir

1              stk laukur saxaður

0,5          stk blaðlaukur sneiddur

50           g smjör

1              stk paprika græn söxuð

1              stk paprika rauð söxuð

2              stk gulrætur sneiddar

1              dós ananaskurl með safa ½

150         g rjómaostur hreinn

1,5          dl kaffirjómi dl

0,5          tsk salt

0,5          tsk sítrónupipar

0,5          tsk paprikuduft

1              tsk karrí

1              tsk súpukraftur

Aðferð:

Látið lauk og blaðlauk krauma í smjörinu, bætið papriku, sveppum og gulrótum út í ásamt ananaskurli og safa og látið þetta krauma smástund. Setjið rjóma og rjómaost út í og látið jafnast út. Þá er fiskurinn settur út í, látið krauma í 8-10 mín. Bætið nú rækjunum út í, sjóðið í 1-2 mín. Berið réttin fram með soðnum hrísgrjónum og e.t.v. hrásalati og heimabökuðu brauði.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Keila með Camembert

Keila er fiskur sem hefur orðið undir í samkeppninni við þorskinn og ýsuna um hylli íslenskra fiskneytenda. Það er nokkuð merkileg...

thumbnail
hover

Pönnusteiktur makríll

Þegar við skruppum í bryggjurúntinn okkar í Keflavík í vikunni sáum við að makríllinn var vaðandi þar rétt fyrir utan og báta...

thumbnail
hover

Katalóníusaltfiskur með rauðu pestói

Stundum velta kannski einhverjir fyrir sér hvernig það sé með eldamennsku úti á sjó. Hvort kallarnir vilji heldur fisk eða kjöt. H...