Lúxusfiskur

Fiskur er lúxusmatur vegna hollustu sinnar, hreinleika hafsins við landið, hollustu og gæða. Því stuðlum við að aukinni fiskneyslu með því að birta hér á vefsíðunni uppskriftir að fiskréttum vikulega og höfum gert í um fimm ár. Og við höldum ótrauð áfram. Þessa uppskrift sóttum við á Netið eins og svo oft en hún er upphaflega frá Mjólkursamsölunni. Þetta er flottur matur sem óhætt er að mæla með ef góða veislu gjöra skal.

Innihald:

800         g ýsuflök skorin í bita

300         g rækjur

200         g sveppir ferskir sneiddir

1              stk laukur saxaður

0,5          stk blaðlaukur sneiddur

50           g smjör

1              stk paprika græn söxuð

1              stk paprika rauð söxuð

2              stk gulrætur sneiddar

1              dós ananaskurl með safa ½

150         g rjómaostur hreinn

1,5          dl kaffirjómi dl

0,5          tsk salt

0,5          tsk sítrónupipar

0,5          tsk paprikuduft

1              tsk karrí

1              tsk súpukraftur

Aðferð:

Látið lauk og blaðlauk krauma í smjörinu, bætið papriku, sveppum og gulrótum út í ásamt ananaskurli og safa og látið þetta krauma smástund. Setjið rjóma og rjómaost út í og látið jafnast út. Þá er fiskurinn settur út í, látið krauma í 8-10 mín. Bætið nú rækjunum út í, sjóðið í 1-2 mín. Berið réttin fram með soðnum hrísgrjónum og e.t.v. hrásalati og heimabökuðu brauði.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur

Nýkrýndur matreiðslumaður Íslands er höfundur uppskriftarinnar hjá okkur á Kvótanum að þessu sinni. Það er Hafsteinn Ólafsson,...

thumbnail
hover

Lax, bok choy og núðlur í...

Oft virðist langt milli austurs og vesturs en í raun er ekkert þar á milli nema og. Það sama á við um austurlenska matargerð og ís...

thumbnail
hover

Fiskitvenna

Nú er enginn hversdagsmatur í boði, heldur frábær fiskitvenna eftir uppskrift úr enn einum einblöðungnum úr uppskriftaskúffunni ok...