Basilíkuhjúpuð bleikja á salatbeði möndlu- og kaperssmjöri

Bleikjan er úrvals matur, holl og bragðgóð og ekkert mál að fá hana, enda eru Íslendingar fremstir í heimi í eldi á bleikju. Bleikjuna má elda á ótal vegu og gott að hafa fjölbreytni í eldamennskunni. Þessa fínu uppskrift fundum við í uppskriftabók frá Mjólkursamsölunni, sem ber nafnið Ostur – það besta úr osti og smjöri. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald:

800g beinhreinsuð bleikjuflök

Basilíkuhjúpur:

40 g kalt smjör
1 límóna, bæði safi og börkur (börkurinn er rifinn með fínu rifjárni í blandara)
½ pakkning basilíka
10 g parmesan-ostur
100 g furuhnetur

Skerið bleikjuna í 170-200 g stykki. Blandið allt hráefnið fyrir hjúpinn í matvinnsluvél þar til það er orðið mjúkt. Þá er því  smurt yfir bleikjuna og bakað í ofni við 150°C í 8-10 mínútur.

Möndlu- og kaperssmjör:

250 g smjör
50 g kapers
50 g möndluflögur
½ pakkning steinselja

Ristið möndlurnar létt í potti og bætið smjörinu saman við. Setjið kapers og saxaða steinselju saman við bráðið smjörið og berið fram með bleikjunni.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hrærsteiktur hörpudiskur með snjóbaunum

Við höldum okkur við framandi uppskriftir og innihald, en hollustan og gæðin eru ótvíræð. Hörpudiskur er einstaklega góður matur...

thumbnail
hover

Laxaflök með gremolata og kartöflumús

Nú fáum við okkur lax með kartöflumús. Það kann að virðast svolítið hversdagslegt, en svo er ekki því með laxinum notuð sér...

thumbnail
hover

Sjávarfangsrisotto

Nú förum við á suðrænar slóðir í eldamennskunni og höfum risotto með sjávarfangi í matinn. Þetta er sérlega hollur og góður...