Brestur á lúðuveiðum í Discoflóa

Veiðar á lúðu við Vestur-Grænland, bæði í Discoflóa og við Uummannaq og Upernavik hafa dregist mikið saman í sumar og aflinn mun minni en áður. Skýringar á þessum samdrætti liggja ekki fyrir en þróun aukinna veiða undanfarin ár virðist vera að snúast við.

Þetta kemur fram í frétt frá Grænlenska útvarpinu. Síðustu upplýsingar frá Fiskistofu Grænlands, GFLK,  sýna að veiðar smábáta á Discoflóa hafa skilað 2.115 tonna afla af 4.100 tonna kvóta til loka ágústmánaðar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðarnar skilað 3.672 tonnum.   Það er samdráttur um 1.500 tonn.

Svipaða sögu er að segja frá Uummannaq og Upernavik, en þó er samdrátturinn þar minni en í Discoflóanum. Skýringarnar á minni afla eru annars vegar taldar stafa af meiri sókn og afla en fiskifræðingar hafa lagt til eða breytingum á sjávarhita.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dagbjartur Einarsson látinn

Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlí...

thumbnail
hover

Marel kynnir afkomuna

Marel boðar til kynningarfundar með markaðsaðilum og fjárfestum, þar sem Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fj...

thumbnail
hover

Valdimar farinn af stað á ný

Valdimar GK 195 sem í eigu Þorbjarnar hf , er loksins farinn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Valdimar GK landaði í lok maí ...