Byrjaði 12 ára í saltfiski

Sveinn Ari Guðjónsson er maður vikunnar hjá okkur á Kvótanum þennan föstudaginn. Hann er frá Breiðdalsvík, en hefur lengi stafað hjá Vísi hf. Í Grindavík  þar sem hann er framkvæmdastjóri saltaðra afurða. Hann var 12 ára þegar hann byrjaði að salta fisk.

Nafn?

Sveinn Ari Guðjónsson

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík.

Fjölskylduhagir?

Bý með minni konu Sólnýju Pálsdóttur og við eigu 5 stráka. Fyrir á ég 2 stúlkur og á 3 afabörn.

Hvar starfar þú núna?

Ég er framkvæmdastjóri saltaðra afurða hjá Vísi hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að vinna 12 ára í saltfiski þar sem ekki var ein vél, allt unnið í höndum. Saltað í stæður. Frábær upplifun sem er enn í blóðinu.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Sjávarútvegur hér er sá besti í heimi. Eftir að hafa ferðast um og séð hvað aðrir eru að gera er gaman að sjá hvað við erum góðir. Þannig allt sem ég geri í þessum geira er frábært.

En það erfiðasta?

Stanslaus óvissa um alla hluti. Gengi, ríkisstjórn og alla þætti sem hafa áhrif.

 

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er að þurfa að hafa vopnaða menn með trukkunum sem við seljum til suður Evrópu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Hann heitir Óskar Hermannsson. Ótrúlegur frumkvöðull á öllum sviðum. Því miður látinn núna en hann lifir hjá mér. Stofnaði Arnarvík sem varð síðar Fiskanes hf.

Hver eru áhugamál þín?

Veiði, veiði, veiði. Bæði á stöng og byssu.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Gott hreindýrakjöt er það besta.

Hvert færir þú í draumfríið?

Alltaf Ítalía.

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dagbjartur Einarsson látinn

Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlí...

thumbnail
hover

Marel kynnir afkomuna

Marel boðar til kynningarfundar með markaðsaðilum og fjárfestum, þar sem Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fj...

thumbnail
hover

Valdimar farinn af stað á ný

Valdimar GK 195 sem í eigu Þorbjarnar hf , er loksins farinn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Valdimar GK landaði í lok maí ...