ESB, Færeyjar og Noregur skammta sér makrílkvóta

Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar haf gert með sér samkomulag um úthlutun makrílkvóta á næsta ári. Samkomulag þeirra frá því í gær hljóðar upp á að skipta á milli sín 689.377 tonna kvóta og hafa þjóðirnar saman ákveðið að heildarkvóti á næsta ári verði 816.797 tonn. Þannig ætla þessar þjóðir að taka sér heimildir til veiða, sem eru tæplega 140.000 tonnum meiri en Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur lagt til að verði hámarksafli á næsta ári, 551.000 tonn.

Samkomulagið gerir þannig ráð fyrir að 127.420 tonn tonn komi í hlut annarra veiðiþjóða, sem eru Ísland og Grænland. Kvóti Íslands á þessu ári var 176.000 tonn og aflinn varð samtals tæp 160.000 tonn. Kvóti Grænlands var í ár rúm 66.000 tonn en aflinn í ár um 46.000 tonn.

Samkomulagið byggist á skiptingu sem ESB, Noregur og Færeyjar komu sér saman um árið 2014 og hefur Íslandi verið haldið utan þess samkomulags. Niðurstaðan hefur verið sú að Íslendingar hafa tekið sér eigin kvóta, sem svarar til um 16% af áætlaðri heildarveiði, en hún gæti orðið rúmlega milljón tonn á þessu ári.

Kvóti Evrópusambandsins verður samkvæmt þessu 402.596 tonn á næsta ári, Noregur fær í sinn hlut 183.857 tonn og Færeyjar 102.924 tonn. Ekki liggur fyrir hver kvóti Íslands verður á næsta ári. Líklega kemur það til kasta nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um það.

Samkomulagið má sjá á slóðinni https://d3b1dqw2kzexi.cloudfront.net/media/10148/makrelsemja-fyri-2018.pdf

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dagbjartur Einarsson látinn

Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlí...

thumbnail
hover

Marel kynnir afkomuna

Marel boðar til kynningarfundar með markaðsaðilum og fjárfestum, þar sem Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fj...

thumbnail
hover

Valdimar farinn af stað á ný

Valdimar GK 195 sem í eigu Þorbjarnar hf , er loksins farinn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Valdimar GK landaði í lok maí ...