Kári kúrir í fjöruborðinu

Vel fer um gamla trébátinn Kára SH 78 þar sem hann kúrir í fjöruborðinu neðan við kirkjuna í Stykkishólmi, enda fallegur og vel við haldið. Hann hefur lokið hlutverki sínu sem bátur til veiða í atvinnuskyni, en við því hafa nýrri bátar tekið. Hann hallar aðeins undir flatt og bíður í rólegheitum eftir því að fljóti undir hann á flóðinu, svo hann eigi möguleika á því að komast út aftur, þegar vel viðrar eins og þessa dagana.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Blessað veðrið oft erfitt

Fiskflutningar landleiðina með stórum flutningabílum eru eru snar þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Þeir f...

thumbnail
hover

Samgöngumálastjóri ESB sigldi með Óðni

Violeta Bulc, samgöngumálastjóri Evrópusambandsins, var stödd hér á landi í tilefni af heimsþingi samtakanna Women Political Leader...

thumbnail
hover

Fyrirkomulag skyndilokana endurskoðað

Nú er unnið að breytingum á skyndiloknunum en reglugerðir um þær hafa verið með svipuðu sniði nokkuð lngi. Þann 24. nóvember 2...