Kári kúrir í fjöruborðinu

Vel fer um gamla trébátinn Kára SH 78 þar sem hann kúrir í fjöruborðinu neðan við kirkjuna í Stykkishólmi, enda fallegur og vel við haldið. Hann hefur lokið hlutverki sínu sem bátur til veiða í atvinnuskyni, en við því hafa nýrri bátar tekið. Hann hallar aðeins undir flatt og bíður í rólegheitum eftir því að fljóti undir hann á flóðinu, svo hann eigi möguleika á því að komast út aftur, þegar vel viðrar eins og þessa dagana.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dagbjartur Einarsson látinn

Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlí...

thumbnail
hover

Marel kynnir afkomuna

Marel boðar til kynningarfundar með markaðsaðilum og fjárfestum, þar sem Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fj...

thumbnail
hover

Valdimar farinn af stað á ný

Valdimar GK 195 sem í eigu Þorbjarnar hf , er loksins farinn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Valdimar GK landaði í lok maí ...