Lambahryggur og fiskur í uppáhaldi

Mjöll Guðjónsdóttir er maður vikunnar á Kvótanum í dag. Hún hefur unnið nánast allan sinn starfsferil í fiski og kann því vel. Hún starfar hjá Soffaníasi Cecilssyni hf. Í Grundarfirði, en er Patreksfirðingur að uppruna.

Nafn?

Mjöll Guðjónsdóttir. 

Hvaðan ertu?

Patreksfirði en hef búið 22 ár í Grundarfirði.

Fjölskylduhagir?

Einhleyp.

Hvar starfar þú núna?

Soffanías Cecilsson hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 14 ára og hef verið í þessu svo til óslitið síðan.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn og alltaf nóg að gera.

En það erfiðasta?

Ekkert eitt frekar en annað.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Kemur ekkert upp í hugann í augnablikinu. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Jónas Ragnarsson  og Ölver Jóhannsson.

Hver eru áhugamál þín?

Félagsstarfi og hannyrðir.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambahryggur og fiskur.

Hvert færir þú í draumfríið?

New York. 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dagbjartur Einarsson látinn

Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlí...

thumbnail
hover

Marel kynnir afkomuna

Marel boðar til kynningarfundar með markaðsaðilum og fjárfestum, þar sem Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fj...

thumbnail
hover

Valdimar farinn af stað á ný

Valdimar GK 195 sem í eigu Þorbjarnar hf , er loksins farinn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Valdimar GK landaði í lok maí ...