Lambahryggur og fiskur í uppáhaldi

Mjöll Guðjónsdóttir er maður vikunnar á Kvótanum í dag. Hún hefur unnið nánast allan sinn starfsferil í fiski og kann því vel. Hún starfar hjá Soffaníasi Cecilssyni hf. Í Grundarfirði, en er Patreksfirðingur að uppruna.

Nafn?

Mjöll Guðjónsdóttir. 

Hvaðan ertu?

Patreksfirði en hef búið 22 ár í Grundarfirði.

Fjölskylduhagir?

Einhleyp.

Hvar starfar þú núna?

Soffanías Cecilsson hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 14 ára og hef verið í þessu svo til óslitið síðan.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn og alltaf nóg að gera.

En það erfiðasta?

Ekkert eitt frekar en annað.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Kemur ekkert upp í hugann í augnablikinu. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Jónas Ragnarsson  og Ölver Jóhannsson.

Hver eru áhugamál þín?

Félagsstarfi og hannyrðir.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambahryggur og fiskur.

Hvert færir þú í draumfríið?

New York. 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Blessað veðrið oft erfitt

Fiskflutningar landleiðina með stórum flutningabílum eru eru snar þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Þeir f...

thumbnail
hover

Samgöngumálastjóri ESB sigldi með Óðni

Violeta Bulc, samgöngumálastjóri Evrópusambandsins, var stödd hér á landi í tilefni af heimsþingi samtakanna Women Political Leader...

thumbnail
hover

Fyrirkomulag skyndilokana endurskoðað

Nú er unnið að breytingum á skyndiloknunum en reglugerðir um þær hafa verið með svipuðu sniði nokkuð lngi. Þann 24. nóvember 2...