Ráðleggja auknar rækjuveiðar við Grænland

Fiskveiðinefnd norðvestur Atlantshafsins, NAFO, hefur lagt til að rækjukvótinn við Vestur-Grænland verði 105.000 tonn á næsta ári. Það er aukning um 17%. Ráðleggingin fyrir miðin austan Grænlands er óbreytt í 2.000 tonnum. Sjávarútvegsráðuneyti Grænlands mun í framhaldinu taka ákvörðun um endanlegan kvóta.

Tillagan um aukningu aflans er byggð á rannsóknum á vexti og viðgangi stofnsins og upplýsingum frá sjómönnum.  Rannsóknir sýna að rækjustofninn vestan við landið standi vel og veiðarnar séu sjálfbærar

Stjórnvöld á Grænlandi hafa nú í hyggju að minnka hlutdeild stærri útgerða og úthluta meiru til smærri báta. Talið er líklegt að útgerðirnar muni mótmæla þessum áformum kröftuglega.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dagbjartur Einarsson látinn

Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlí...

thumbnail
hover

Marel kynnir afkomuna

Marel boðar til kynningarfundar með markaðsaðilum og fjárfestum, þar sem Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fj...

thumbnail
hover

Valdimar farinn af stað á ný

Valdimar GK 195 sem í eigu Þorbjarnar hf , er loksins farinn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Valdimar GK landaði í lok maí ...