Rjúpa og stokkönd í uppáhaldi

Grétar Schmidt, yfirverkstjóri hjá fiskvinnslunni Íslandssögu á Suðureyri er maður vikunnar á Kvótanum í dag. Hann hefur unnið í fiskinum áratugum saman og byrjaði á vertíð á Suðureyri  fyrir nokkrum áratugum síðan. Uppáhaldsmatur hans er rjúpa og stokkönd.

Nafn:

Grétar Schimdt

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalin í Reykjavík til 17 ára aldurs. Fór á vertíð til Suðureyrar 1964 ,hef verið þar síðan.
Fjölskylduhagir?

Giftur Valgerði Hallbjörnsdóttir og eigum við tvær dætur 42 ára og 35 ára.

Hvar starfar þú núna?

Hef verið Verkstjóri frá 1980. Er yfirverkstjóri hjá Fiskvinnslu Íslandsögu Suðureyri.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1964.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Marbreytileg vinna

En það erfiðasta?

Man ekki eftir neinu sérstöku

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í störfum þínum?

Þó starfsævin sé orðin löng, man ég ekki eftir neinu slíku til að nefna.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Vinnufélagarnir eru margir og góðir en ég vil ekki nefna neinn sérstakan.
Hver eru áhugamál þín?

Golf, skotveiði og ferðalög
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Rjúpa og stokkönd

Hvert færir þú í draumfríið?

Karabíska hafið

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hefur aldrei leiðst að vinna

Grindvíkingurinn Guðni Gústafsson er maður vikunnar á kvótanum að þessu sinni. Hann er orðinn 78 ára gamall, en hefur unnið allt ...

thumbnail
hover

Langar í laxveiði á Kólaskaga

Þau eru mörg fyrirtækin sem þjónusta sjávarútveginn hér á landi og hafa sótt með frábærum árangri á erlend mið sömuleiðis....

thumbnail
hover

Rak mink úr móttökunni

Súgfirðingurinn Guðrún Oddný Schmidt er maður vikunnar á Kvótanum að þessu sinni. Hún er gæðastjóri í Fiskvinnslunni Íslands...