Sjávarfangsrisotto

Nú förum við á suðrænar slóðir í eldamennskunni og höfum risotto með sjávarfangi í matinn. Þetta er sérlega hollur og góður réttur og gaman að breyta til í eldamennskunni og nota mikið af skelfiski og sjaldgæfari tegundir eins og smokkfisk.  Uppskriftin er fengin úr bæklingi Altungu, Fiskmeti fyrir öll tækifæri.

Innihald:

500 g kræklingur
2 tómatar, afhýddir og hakkaðir
310 ml hvítvín
1,25 lítrar fiskisoð
nokkrir saffranþræðir
2 msk ólífuolía
30 g smjör
500 g hrá rækja pilluð og garndregin (ef notaðar eru pillaðar rækjur þarf aðeins 250 g af þeim)

200 g hörpudiskur, án hrogna
225 g smokkfiskur
3 hvítlauksrif, marin
1 laukur, fínsaxaður
440 g risottohrísgrjón
2 msk. Söxuð ítölsk steinselja
125 ml rjómi

Aðferðin:

Burstið kræklinginn og fjarlægið þræðina. Fleygið brotnum skeljum og þeim sem ekki lokast þegar bankað er á þær. Skerið kross í botninn á tómötunum og setjið þá í sjóðandi vatn í 30 sek. Skellið þeim í kalt vatn og flysjið þá. Byrjið í krossinum.

Setjið kræklinginn og vínið í pott og sjóðið með lokið á í 5 mín. yfir meðalhita, eða þar til skeljarmar opnast. Látið renna af þeim en geymið soðið.

Setjið fisksoðið, kræklingasoðið og saffran í pott og haldið heitu.

Hitið olíu og smjör í potti yfir meðalhita, setjið rækjurnar út í og steikið í 2-3 mín. eða þar til þær verða bleikar. Færið þær upp úr pottinum og setjið hörpudiskinn og smokkfiskinn í staðinn, steikið í 1ö2 mín. og færið þá upp. Setjið hvítlauk og lauk í pottinn og steikið þar til laukurinn verður mjúkur og gulllitaður. Bætið hrísgrjónunum saman við og hrærið í svo þau þekist vel.

Ausið 125 ml. af heitum vökvanum saman við hrísgrjónin og hrærið stöðugt í þar til allur vökvi er horfinn. Endurtakið þetta nokkrum sinnum, 125 ml. í einu og hrærið stöðugt í. Það tekur um 25 mín. fyrir allan vökvann að dragast inn í hrísgrjónin. Hrærið sjávarfangi, tómötum, steinselju og rjóma saman við og hitið þar til blandan er heit í gegn. Kryddið að smekk með salti og pipar.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hrærsteiktur hörpudiskur með snjóbaunum

Við höldum okkur við framandi uppskriftir og innihald, en hollustan og gæðin eru ótvíræð. Hörpudiskur er einstaklega góður matur...

thumbnail
hover

Basilíkuhjúpuð bleikja á salatbeði möndlu- og...

Bleikjan er úrvals matur, holl og bragðgóð og ekkert mál að fá hana, enda eru Íslendingar fremstir í heimi í eldi á bleikju. Blei...

thumbnail
hover

Laxaflök með gremolata og kartöflumús

Nú fáum við okkur lax með kartöflumús. Það kann að virðast svolítið hversdagslegt, en svo er ekki því með laxinum notuð sér...