Sjávarspjót með skötusel og rækjum

„Það er ekki síðra að glóða fisk en kjöt. Hér er góð hugmynd fyrir þá grillglöðu sem á við allan ársins hring; kryddleginn skötuselur og stórar rækjur eða humar glóðað á spjóti.“ Svo segir í einni af gömlu uppskriftunum, sem við fundum í skúffunni góðu. Við tökum undir þetta og leggjum til að lesendur fái sér „sjávarspjót“ í matinn. Flottur og rómantískur gæðaréttur.

Innihald:

Kryddlögur:
1 tsk óreganó
1 tsk þurrkað timjan
1 tsk fiskkrydd
½ sítróna (börkur og safi)
2 msk ólífuolía
1-2 hvítlauksrif
salt og nýmalaður pipar

Fiskispjót:

300 g skötuselur
300 g stórar rækjur eða humar
½ gul paprika eða græn
1 rauðlaukur
50 g stórir sveppir

Aðferðin:

Kryddlögur:

Blandið óreganói og timjani saman og hitið á þurri pönnu í augnablik. Setjið timjan, óreganó, fiskkrydd, pressuð hvítlauksrif, sítrónusafa og ólífuolíu í krukku með loki og hristið saman. Bragðbætið með salti og pipar.

Fiskispjót:

Skerið skötuselinn í bita. Raðið á disk ásamt rækjunum eða humri og penslið með kryddleginum.
Skerið papriku, rauðlauk og sveppi í bita. Penslið með kryddleginum. Látið grænmetið og fiskinn bíða í ísskáp í a.m.k tvo klukkutíma. Penslið eða hellið kryddleginum yfir öðru hverju.
Þræðið grænmeti, fisk og rækjur til skiptis upp ágrillteina. Penslið aftur með leginum. Glóðið í fáeinar mínútur á hvorri hlið.
Raðið teinunum á fat með salati og berið fram.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur

Nýkrýndur matreiðslumaður Íslands er höfundur uppskriftarinnar hjá okkur á Kvótanum að þessu sinni. Það er Hafsteinn Ólafsson,...

thumbnail
hover

Lax, bok choy og núðlur í...

Oft virðist langt milli austurs og vesturs en í raun er ekkert þar á milli nema og. Það sama á við um austurlenska matargerð og ís...

thumbnail
hover

Fiskitvenna

Nú er enginn hversdagsmatur í boði, heldur frábær fiskitvenna eftir uppskrift úr enn einum einblöðungnum úr uppskriftaskúffunni ok...