Sjávarspjót með skötusel og rækjum

„Það er ekki síðra að glóða fisk en kjöt. Hér er góð hugmynd fyrir þá grillglöðu sem á við allan ársins hring; kryddleginn skötuselur og stórar rækjur eða humar glóðað á spjóti.“ Svo segir í einni af gömlu uppskriftunum, sem við fundum í skúffunni góðu. Við tökum undir þetta og leggjum til að lesendur fái sér „sjávarspjót“ í matinn. Flottur og rómantískur gæðaréttur.

Innihald:

Kryddlögur:
1 tsk óreganó
1 tsk þurrkað timjan
1 tsk fiskkrydd
½ sítróna (börkur og safi)
2 msk ólífuolía
1-2 hvítlauksrif
salt og nýmalaður pipar

Fiskispjót:

300 g skötuselur
300 g stórar rækjur eða humar
½ gul paprika eða græn
1 rauðlaukur
50 g stórir sveppir

Aðferðin:

Kryddlögur:

Blandið óreganói og timjani saman og hitið á þurri pönnu í augnablik. Setjið timjan, óreganó, fiskkrydd, pressuð hvítlauksrif, sítrónusafa og ólífuolíu í krukku með loki og hristið saman. Bragðbætið með salti og pipar.

Fiskispjót:

Skerið skötuselinn í bita. Raðið á disk ásamt rækjunum eða humri og penslið með kryddleginum.
Skerið papriku, rauðlauk og sveppi í bita. Penslið með kryddleginum. Látið grænmetið og fiskinn bíða í ísskáp í a.m.k tvo klukkutíma. Penslið eða hellið kryddleginum yfir öðru hverju.
Þræðið grænmeti, fisk og rækjur til skiptis upp ágrillteina. Penslið aftur með leginum. Glóðið í fáeinar mínútur á hvorri hlið.
Raðið teinunum á fat með salati og berið fram.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hrærsteiktur hörpudiskur með snjóbaunum

Við höldum okkur við framandi uppskriftir og innihald, en hollustan og gæðin eru ótvíræð. Hörpudiskur er einstaklega góður matur...

thumbnail
hover

Basilíkuhjúpuð bleikja á salatbeði möndlu- og...

Bleikjan er úrvals matur, holl og bragðgóð og ekkert mál að fá hana, enda eru Íslendingar fremstir í heimi í eldi á bleikju. Blei...

thumbnail
hover

Laxaflök með gremolata og kartöflumús

Nú fáum við okkur lax með kartöflumús. Það kann að virðast svolítið hversdagslegt, en svo er ekki því með laxinum notuð sér...