Á sjó strax eftir fermingardaginn

Maður vikunnar er skipstjórinn Kristgeir Arnar Ólafsson. Hann er nýbyrjaður með Kap II VE og er með hana á gráðlúðunetum um þessar mundir. Kristgeir hefur mikla reynslu sem skipstjóri á línu- og netaveiðum.

Nafn?

Kristgeir Arnar Ólafsson

Hvaðan ertu?

Ég er frá Reykjavík.

Fjölskylduhagir?

Giftur Ernu Pálmey Einarsdóttir og við eigum tvo syni, Einar Kristinn og Arnar Inga.

Hvar starfar þú núna?

Ég er skipstjóri á netabátnum Kap ll frá Vestmannaeyjum.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Strax eftir fermingardaginn minn í Grundarfirði, þá fékk ég að vera háseti á Gullfaxa SH-125 hjá pabba eitt sumar.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þegar það fiskast vel og veðráttan er góð, þá er ekkert sem toppar það.

En það erfiðasta?

Íslenska veðráttan.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það var ónefndur maður á Valdimar GK sem var að fara að leysa rúllumanninn af og þurfti að klifra yfir blóðgunarkassann en rúllumaðurinn vissi ekki af honum og þurfti að haka í fisk. Svo þegar hann ætlaði að hrista fiskinn af hakanum þá hakaði hann í kaf á afturendann á ónefnda manninum sem ætlaði að leysa rúllumanninn af.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Halli Bongó frá Rifi, mánaðar túrar á Tjaldi ll liðu eins og ein vika þegar hann var um borð, hann var svo mikill gleði og brandarakall.

Hver eru áhugamál þín?

Ég myndi segja skíði og útivera.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltkjöt og baunasúpa.

Hvert færir þú í draumfríið?

Orlando. Það bara klikkar ekki.

 

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Blessað veðrið oft erfitt

Fiskflutningar landleiðina með stórum flutningabílum eru eru snar þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Þeir f...

thumbnail
hover

Samgöngumálastjóri ESB sigldi með Óðni

Violeta Bulc, samgöngumálastjóri Evrópusambandsins, var stödd hér á landi í tilefni af heimsþingi samtakanna Women Political Leader...

thumbnail
hover

Fyrirkomulag skyndilokana endurskoðað

Nú er unnið að breytingum á skyndiloknunum en reglugerðir um þær hafa verið með svipuðu sniði nokkuð lngi. Þann 24. nóvember 2...