Stóru skipin veiða vel

Fjögur skip skera sig úr í þessum afkastamikla hópi ríflega 20 skipa sem stunda veiðar á uppsjávarfiski úr deilistofnum. Það er loðna, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld. Þau landa öll afla sínum ferskum til vinnslu í landi.

Þetta eru skip HB Granda og Síldarvinnslunnar. Venus NS er, þegar þetta er skrifað, aflahæstur allra skipa sem veiðar stunda úr deilistofnunum fjórum, með 47.100 tonn. Næstur kemur Börkur NK með 45.900 tonn, þá Víkingur AK með 45.800 tonn og loks Beitir NK með 44.500 tonn.

Þar sem enn eru óveiddir kvótar í Norskíslensku síldinni, makríl og kolmunna má gera ráð fyrir að í árslok verði afli þessara skipa af þessum tegundum kominn vel yfir 50.000 á hvert skip.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hefur aldrei leiðst að vinna

Grindvíkingurinn Guðni Gústafsson er maður vikunnar á kvótanum að þessu sinni. Hann er orðinn 78 ára gamall, en hefur unnið allt ...

thumbnail
hover

Veiðar og fiskeldi skila 171 milljón...

„Á árinu 2016 námu veiðar og fiskeldi á heimsvísu um 171 milljón tonna og þar af voru fiskveiðar um 92 milljónir tonna eða um 5...

thumbnail
hover

Fordæma „þá dæmalausu umgegni um sjávarauðlindina“

Landssamband smábátaeigenda fordæmir þá dæmalausu umgengni um sjávarauðlindina sem fram kom í fréttaþættinum Kveik sem sýndur v...