Strandveiðar á svæði A stöðvaðar á miðvikudag

Strandveiðar á svæði A, frá Snæfellsnesi norður á Vestfirði, verða stöðvaðar frá og með næstkomandi miðvikudegi. Eftir lok fimmtudags í síðustu viku var aflinn þar orðinn um 730 tonn af leyfilegum hámarksafla sem er 976 tonn. Því er um fjórðungur heimildanna eftir, eða um 246 tonn, og gert er ráð fyrir að þau veiðist á fyrstu tveimur dögum þessarar viku.

Langflestir bátar eru skráðir á svæði A. Samtals 214 hafa landað í júní í ríflega þúsund róðrum. Meðalafli í róðri er 682 kíló og meðalafli á bát 3,4 tonn.

Veiðar á öðrum svæðum hafa gengið mun hægar og nú þegar veiðitímabilið er hálfnað eru bátar þar aðeins komnir með tæplega 20% til 33% af leyfilegum heildarafla.
Á svæði B, fyrir Norðurlandi,  er aflinn orðinn 192 tonn í 366 róðrum, meðalafli í róðri er 525 kíló og meðalafli á bát 1,7 tonn. Leyfilegur heildarafli á svæðinu er 738 tonn á þessu tímabili.
Á svæði C, fyrir Austurlandi, er aflinn 157 tonn í 318 löndunum. Það gerir 495 kíló í róðri að meðaltali og 1,6 tonn samtals á bát að meðaltali. Leyfilegur heildarafli er 850 tonn.

Á svæði D, fyrir Suðurlandi, er aflinn orðinn 232 tonn í 387 róðrum og að meðaltali 599 kíló í róðri. Meðalafli á bát er 2,3 tonn. Leyfilegur heildarafli á tímabilinu er 708 tonn.

Á heildina litið er hafa 526 bátar landað 1.311 tonnum í 2.242 róðri á tímabilinu. Meðalafli í róðri er 612 kíló eða 2,5 tonn á bát að meðaltali. Leyfilegur heildarafli á öllum svæðum í júní er 3.263 tonn.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skaginn 3X selur stærsta SUB-CHILLING™ kerfi...

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X og norska Laxavinnslan Kråkøy Slakteri skrifuðu nýlega undir samning um kaup þess síðarnefnda á SUB...

thumbnail
hover

Þorskveiðar í Norðursjó standast vottunarkröfur

Þorskveiðar í Norðursjó standast kröfur vottunarsamtakanna Marine Stewardship Council til að fá umhverfisvottun um sjálfbærar og ...

thumbnail
hover

Skaginn 3X tekur forystu í tölvustýrðri...

Tækni- og framleiðslufyrirtækið Skaginn hf., sem nýverið hlaut bæði Nýsköpunarverðlaun Íslands og Útflutningsverðlaun forseta ...