Tækifæri og ógnanir á Norðurslóðum

Tækifæri fyrir samfélög og ógnanir við lífshætti á Norðurslóðum eru til umræðu á Hingborði Norðursins í ár sem fyrri ár. Í tengslum við ráðstefnuna eru margir áhugaverðir viðburðir, þar á meðal er einn sem snýr að frumkvöðlum, nýsköpun og hagrænni þróun

Í tengslum við Hringborð Norðursins (e. Arctic Circle) stendur Norræna ráðherranefndin og Viðskiptaráð Norðurslóða (e. Arctic Economy Council) fyrir hliðarviðburði (e. Break-Out Session) um hagræna þróun, nýsköpun og frumkvöðla á Norðurslóðum. Hliðarviðburðurinn fer fram í Kaldalóni í Hörpu á morgun, föstudaginn 13. október milli klukkan 16:15 og 17:45.

Fjallað verður m.a. um þátt norrænnar samvinnu í breytingum innan hagkerfa Norðurslóða, greiningu viðskipta á Norðurslóðum og viðhorf innfæddra til viðskiptaþróunar á Norðurslóðum. Þá mun Róbert Guðfinnsson hjá Genís tala um hvað þurfi til að knýja nýsköpun og frumkvöðla starf á Norðurslóðum, Stephen Hart, hjá Evrópska fjárfestinga bankanum, mun kynna fjármögnun viðskiptaþróunar og fjárfestinga á Norræna hluta Norðurslóða m.t.t. tækifæra, þarfa og krafa, Thomas Westergaard hjá Hurtigruten, mun segja frá þætti norrænar matargerðar sem samkeppnisforskot í ferðaþjónustu á Norðurslóðum og Sveinn Margeirsson hjá Matís mun ræða hlutverk lífhagkerfis til að stuðla að sjálfbærum vexti á Norðurslóðum.

Að lokum mun formaður Viðskiptaráðs Norðurslóða Tero Vauraste fjalla um hvernig hægt sé að hreyfa við áætlun um viðskiptaþróun á Norðurslóðum fram á við.

Þessu tengt má geta þess að Matís er þátttakandi í ClimeFish verkefninu sem miðar að því að styðja við sjálfbæran sjávarútveg, virkja aukningu í framleiðslu innan evrópsks fiskeldis, auðvelda atvinnu- og svæðisþróun innan atvinnugreinanna, og þróa spálíkön og tól til ákvarðanatöku til að bregðast megi við loftslagsbreytingum í samstarfi við hagaðila.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dagbjartur Einarsson látinn

Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlí...

thumbnail
hover

Marel kynnir afkomuna

Marel boðar til kynningarfundar með markaðsaðilum og fjárfestum, þar sem Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fj...

thumbnail
hover

Valdimar farinn af stað á ný

Valdimar GK 195 sem í eigu Þorbjarnar hf , er loksins farinn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Valdimar GK landaði í lok maí ...