Þorskur með linsubaunapottrétti

Í tilefni sjómannadagsins finnst okkur við hæfi að bjóða nú uppskrift af þorski, enda er þorskurinn konungur fiskanna í Norður-Atlantshafi, líkt og sjómennirnir okkar eru dáðadrengir, sem færa okkur lífsbjörgina að landi. Það á ekki bara við í eignlegri merkingu, að við fáum í soðið, heldur líka í þeirri merkingu, að sjávarútvegurinn er, hefur verið og verður undirstaða lífsafkomu okkar hér á þessu norðlæga landi.

Það á svo kannski einnig vel við að uppskriftin sé frá Norðanfiski á Akranesi, sem sérhæfir sig í framleiðslu fiskafurða í neytendapakkningum og er í eigu eins stærsta sjávarútvegsfélags Íslands, HB Granda. Við mælum með fiskáti á sjómannadeginum. Til hamingju með daginn sjómenn og aðrir landsmenn.

Innihald:

 • 800 g þorskur
 • 2 stk hvítlauksgeirar
 • Rósmarín
 • Ólífuolía
 • Salt og pipar

Linsubaunapottréttur

 • 70 ml ólífuolía
 • 125 g skalotlaukur, fínsaxaður
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 lárviðarlauf
 • 350 g linsubaunir
 • 1 dós ókryddaðir tómatar
 • 750 ml kjúklingasoð (hægt að nota vatn og kjúklingakraft)
 • Salt og pipar
 • Skvetta af balsamediki

Aðferð:

Þorskurinn er brúnaður í ólífuolíu á pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Hvítlauksgeirar og rósmarín er sett með í olíuna og fiskurinn er saltaður og pipraður. Fiskurinn er síðan settur í eldfast mót og bakaður við 180°C í 6 mín.

Linsubaunapottréttur: Setjið ólífuolíu í víðan pott og steikið skalotlauk og hvítlauk, bætið svo lárviðarlaufum, linsubaunum, tómötum og kjúklingasoði út í. Setjið lok á pottinn og sjóðið við vægan hita í 30–40 mín. Passið að ofsjóða linsurnar ekki. Kryddið með salti, pipar, balsamediki og ólífuolíu þegar þær eru til og berið fram með þorskinum.

https://youtu.be/HmpNxV57JwU

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Keila með Camembert

Keila er fiskur sem hefur orðið undir í samkeppninni við þorskinn og ýsuna um hylli íslenskra fiskneytenda. Það er nokkuð merkileg...

thumbnail
hover

Pönnusteiktur makríll

Þegar við skruppum í bryggjurúntinn okkar í Keflavík í vikunni sáum við að makríllinn var vaðandi þar rétt fyrir utan og báta...

thumbnail
hover

Lúxusfiskur

Fiskur er lúxusmatur vegna hollustu sinnar, hreinleika hafsins við landið, hollustu og gæða. Því stuðlum við að aukinni fiskneyslu...