Tuttugasti hópurinn hjá Sjávarútvegsskóla SÞ

Nú í haust tekur Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) á móti nýjum hópi nemenda í 20. skipti frá því hann var stofnaður árið 1997. Haldið verður upp á þennan áfanga með ýmsum hætti, en einna hæst ber þátttöku á ráðstefnunni World Seafood Congress 2017.

Á vegum skólans munu t.d. um 50 núverandi og fyrrverandi nemendur taka virkan þátt með framsögum og kynningum. Skólinn á einnig veg og vanda að því að fá á ráðstefnuna einn frægasta sjávarlíffræðing heims, Ray Hilborn. Sjávarútvegsskólanum hefur frá upphafi verið ætlað mikilvægt hlutverk í aðstoð Íslands við þróunarlönd.

Veigamikill hluti af því námi og þjálfun sem skólinn býður upp á snýr að meðferð og vinnslu afla, en það er einmitt mjög mikilvægur liður í að tryggja almenningi í þróunarlöndum aðgang að hollum og öruggum matvælum og einnig lykilforsenda árangurs á sviði útflutnings sjávarafurða. Á sama tíma hefur alltaf verið ljóst að skólinn getur, t.d. með uppbyggingu á tengslanetum innan sjávarútvegs á alþjóðavísu, haft mikið gildi fyrir íslenskan sjávarútveg og skyldar greinar og styrkt stöðu okkar sem einnar af leiðandi fiskveiði- og fiskvinnsluþjóðum heims.

Á World Seafood Congress gefst frábært tækifæri fyrir gamla og nýja nemendur skólans, svo og fjölmarga samstarfsaðila hans í gegnum árin, að hittast og bera saman bækur sínar:

Hvað ber hæst í 20 ára sögu skólans? Hvar hefur hann náð mestum árangri? Hvar er hægt að gera enn betur?

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hefur aldrei leiðst að vinna

Grindvíkingurinn Guðni Gústafsson er maður vikunnar á kvótanum að þessu sinni. Hann er orðinn 78 ára gamall, en hefur unnið allt ...

thumbnail
hover

Veiðar og fiskeldi skila 171 milljón...

„Á árinu 2016 námu veiðar og fiskeldi á heimsvísu um 171 milljón tonna og þar af voru fiskveiðar um 92 milljónir tonna eða um 5...

thumbnail
hover

Fordæma „þá dæmalausu umgegni um sjávarauðlindina“

Landssamband smábátaeigenda fordæmir þá dæmalausu umgengni um sjávarauðlindina sem fram kom í fréttaþættinum Kveik sem sýndur v...