Viðey RE leggur af stað til Íslands

Viðey RE 50, nýr ísfisktogari HB Granda hf., lagði fyrir stundu af stað frá Istanbul í Tyrklandi áleiðis til Íslands. Skipið var smíðað í Celiktrans skipasmíðastöðinni og er þriðji og síðasti ferskfisktogarinn sem HB Grandi hf. lætur smíða fyrir sig af þessari gerð í Tyrklandi. Hinir tveir komu fyrr á árinu til landsins; Engey RE í byrjun árs og Akurey AK í byrjun sumars.
Skipin eru hönnun Alfreðs Tulinius, skipaverkfræðings hjá Nautic ehf. Þau eru 58 metra löng og 13 metra breið og tímamótaskip í heiminum hvað það varðar að lest er algjörlega sjálfvirk og íslaus, þ.e. gengið er frá aflanum og hann fullkældur á milliþilfari áður en kerin fara í lest. Búnaðurinn er frá Skaganum 3X og er niðursetningu hans og frágangi lokið á Akranesi.

Eftir að lokið var niðursetningu vinnslu- og lestarbúnaðarins hélt Engey RE til veiða síðsumars, nú styttist í að lokið verði við niðursetningu samskonar búnaðar í Akurey AK og strax eftir áramót verður hafist handa við þennan lokafrágang í Viðey RE.

Heimsigling Viðeyjar RE mun taka tæpan hálfan mánuð og er skipið því væntanlegt til landsins fáum dögum fyrir jól.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Blessað veðrið oft erfitt

Fiskflutningar landleiðina með stórum flutningabílum eru eru snar þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Þeir f...

thumbnail
hover

Samgöngumálastjóri ESB sigldi með Óðni

Violeta Bulc, samgöngumálastjóri Evrópusambandsins, var stödd hér á landi í tilefni af heimsþingi samtakanna Women Political Leader...

thumbnail
hover

Fyrirkomulag skyndilokana endurskoðað

Nú er unnið að breytingum á skyndiloknunum en reglugerðir um þær hafa verið með svipuðu sniði nokkuð lngi. Þann 24. nóvember 2...