Треска / Treská

Gunnar Jónsson, fyrrum fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni tók saman sjávardýraorðabók á 10 tungumálum og nú hefur 11. tungumálið bæst við.

Helgi Haraldsson, fyrrum prófessor hjá Stofnun bókmennta og evrópskra tungumála við Hugvísindadeild Háskólans í Osló, bauð Hafrannsóknastofnuninni til afnota rússneskt orðasafn yfir sjávardýr sem hann tók saman. Þessu orðasafni hefur verið komið í orðabókina og má þar nú finna sjávardýraheiti á 11 tungumálum, íslensku, latínu, norsku, dönsku, þýsku, frönsku, ensku, færeysku, spænsku, portúgölsku og eins og áður sagði rússnesku.

Í fyrirsögninni eru orðin sem notuð eru fyrir þorsk á rússnesku

Hér má nálgast orðabókina.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Aukinn útflutningur frá Færeyjum

Færeyingar fluttu utan fisk og fiskafurðir á síðasta ári að verðmæti 141 milljarður íslenskra króna Það er 9% meira en á ári...

thumbnail
hover

Erum að skapa verðmæti

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kringum okkur,“ segir J...

thumbnail
hover

Loðnufrysting fyrir Japani hafin af fullum...

Seinni partinn í gær lauk vinnslu á loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en hluti af afla hans fór í fry...