Hvaða bræðslukall er ekki eftirminnilegur?

Verksmiðjustjóri Fiskimjölsverksmiðju Eskju er maður vikunnar á Kvótanum þessa vikuna. Við höldum okkur fyrir austan þar sem fjörið er núna í makrílnum. Hann hefur aldrei gert annað en að vinna í fiski og skemmtilegasti tíminn hefur verið á síðustu árum við uppbyggingu Eskju frá grunni.

Nafn?

Haukur Líndal Jónsson.

Hvaðan ertu?

Eskifirði
Fjölskylduhagir?

Giftur og búið með sömu elskunni í 40 ár.

Hvar starfar þú núna?

Verksmiðjustjóri Fiskimjölverksmiðju Eskju.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Hef aldrei gert annað, ætli ég hafi ekki byrjað að rúlla lýsistunnum  í lifrarvinnslunni sem einu sinni var í gömlu verksmiðjunni.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er alltaf gaman í vinnunni, en ég held samt að seinustu ár hjá Eskju hafa verið þau skemmtilegustu, hér er búið að byggja fyrirtækið algjörlega upp frá grunni  og hef ég fengið að taka þátt í því.

En það erfiðasta?

Að vera á fundum með verkfræðingum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er ekki kominn tíma á að upplýsa það enn og bíður betri tíma.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég hef alltaf haft góða vinnufélaga og get bara ekki gert upp á milli, hvaða bræðslukall er ekki eftirminnilegur.
Hver eru áhugamál þín?

Vakna á morgnana og fara í sund/ferðalög/elda og borða góðan mat.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

RJÚPA/Kótelettur á sjoppunni.

Hvert færir þú í draumfríið? 

Eitthvað með fjölskyldunni börnum og barnabörnum og síðan í góða gönguferð til Ítalíu með Jóni Karli og Ágústu hjá Fararsniði.   

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Steiktu hænsnafótaskinni var erfitt að koma...

Maður vikunnar að þessu sinni byrjaði að vinna í fiski í Vogum á Vatnsleysuströnd 14 ára gömul. Nú er hún einn af sölustjórum...

thumbnail
hover

2.870 útselir í grásleppunet á ári!

Umhverfisvottun á grásleppuveiðar var felld niður í byrjun þessa árs vegna áætlaðs meðafla af útsel við veiðarnar. Axel Helgas...

thumbnail
hover

Vilja sjá þorskinn lifandi áður en...

Einkennilegar óskir um kaup á sjávarfurðum berast stundum til útflytjenda og samtaka í fiskvinnslu og fiskveiðum. Beiðni um lifandi ...