Hvaða bræðslukall er ekki eftirminnilegur?

Verksmiðjustjóri Fiskimjölsverksmiðju Eskju er maður vikunnar á Kvótanum þessa vikuna. Við höldum okkur fyrir austan þar sem fjörið er núna í makrílnum. Hann hefur aldrei gert annað en að vinna í fiski og skemmtilegasti tíminn hefur verið á síðustu árum við uppbyggingu Eskju frá grunni.

Nafn?

Haukur Líndal Jónsson.

Hvaðan ertu?

Eskifirði
Fjölskylduhagir?

Giftur og búið með sömu elskunni í 40 ár.

Hvar starfar þú núna?

Verksmiðjustjóri Fiskimjölverksmiðju Eskju.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Hef aldrei gert annað, ætli ég hafi ekki byrjað að rúlla lýsistunnum  í lifrarvinnslunni sem einu sinni var í gömlu verksmiðjunni.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er alltaf gaman í vinnunni, en ég held samt að seinustu ár hjá Eskju hafa verið þau skemmtilegustu, hér er búið að byggja fyrirtækið algjörlega upp frá grunni  og hef ég fengið að taka þátt í því.

En það erfiðasta?

Að vera á fundum með verkfræðingum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er ekki kominn tíma á að upplýsa það enn og bíður betri tíma.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég hef alltaf haft góða vinnufélaga og get bara ekki gert upp á milli, hvaða bræðslukall er ekki eftirminnilegur.
Hver eru áhugamál þín?

Vakna á morgnana og fara í sund/ferðalög/elda og borða góðan mat.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

RJÚPA/Kótelettur á sjoppunni.

Hvert færir þú í draumfríið? 

Eitthvað með fjölskyldunni börnum og barnabörnum og síðan í góða gönguferð til Ítalíu með Jóni Karli og Ágústu hjá Fararsniði.   

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Met í fjölda útkalla

Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hef...

thumbnail
hover

Húsfyllir í jólakaffi VSV

Svo fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar að þessu sinni að sumir fengu ekki sæti og urðu að standa en kvörtuðu samt hv...

thumbnail
hover

Auknar tekjur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar

Tekjur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar hafa þrefaldast frá 2011 til 2019. Tekjurnar voru um 110 milljónir króna árið 2011 en eru áæ...