26 bátar sviptir strandveiðileyfi

Fiskistofa svipt 26 báta strandveiðileyfi þar sem útgerðirnar hafa ekki staðið skil á álagningu vegna umframafla í strandveiðum í maí 2018. Sviptingin tók gildi í gærkvöld og bátunum er óheimilt að halda til veiða frá og með deginum í dag.

Til þess að aflétta sviptingunni þurfa útgerðir að greiða álagt gjald skv. greiðsluseðli. Hafi það verið gert í gær á skrifstofutíma var mögulegt sviptingunni yrði aflétt þá.

Sviptum bátum er ekki heimilt að halda til veiða fyrr en skil hafa verið staðin á álagningunni.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Met í fjölda útkalla

Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hef...

thumbnail
hover

Húsfyllir í jólakaffi VSV

Svo fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar að þessu sinni að sumir fengu ekki sæti og urðu að standa en kvörtuðu samt hv...

thumbnail
hover

Auknar tekjur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar

Tekjur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar hafa þrefaldast frá 2011 til 2019. Tekjurnar voru um 110 milljónir króna árið 2011 en eru áæ...