26 bátar sviptir strandveiðileyfi

Fiskistofa svipt 26 báta strandveiðileyfi þar sem útgerðirnar hafa ekki staðið skil á álagningu vegna umframafla í strandveiðum í maí 2018. Sviptingin tók gildi í gærkvöld og bátunum er óheimilt að halda til veiða frá og með deginum í dag.

Til þess að aflétta sviptingunni þurfa útgerðir að greiða álagt gjald skv. greiðsluseðli. Hafi það verið gert í gær á skrifstofutíma var mögulegt sviptingunni yrði aflétt þá.

Sviptum bátum er ekki heimilt að halda til veiða fyrr en skil hafa verið staðin á álagningunni.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Steiktu hænsnafótaskinni var erfitt að koma...

Maður vikunnar að þessu sinni byrjaði að vinna í fiski í Vogum á Vatnsleysuströnd 14 ára gömul. Nú er hún einn af sölustjórum...

thumbnail
hover

2.870 útselir í grásleppunet á ári!

Umhverfisvottun á grásleppuveiðar var felld niður í byrjun þessa árs vegna áætlaðs meðafla af útsel við veiðarnar. Axel Helgas...

thumbnail
hover

Vilja sjá þorskinn lifandi áður en...

Einkennilegar óskir um kaup á sjávarfurðum berast stundum til útflytjenda og samtaka í fiskvinnslu og fiskveiðum. Beiðni um lifandi ...