Byrjaði sem lögmaður hjá LÍÚ

Maður vikunnar að þessu sinni starfar á HB Granda, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi. Hann er framkvæmdastjóri mannauðssvið fyrirtækisins.  Hann er mikill fjölskyldumaður og langar til að fara með hana í draumafrí til Hawaii.

Nafn?

Friðrik Friðriksson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í New York og Kópavogi.

Fjölskylduhagir?

Kvæntur og á þrjú börn.

Hvar starfar þú núna?

Framkvæmdastjóri mannauðssviðs HB Granda

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Í maí 2007 sem lögmaður hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það sem heillar við þessa atvinnugrein er hve fjölbreytt hún er, hvað hún skiptir okkur Íslendinga miklu máli sem þjóð , hvað aðilar í greininni eru stoltir af því að vinna við sjávarútveg og hve miklu framlagi hún skilar í samfélagið okkar.

En það erfiðasta?

Það er alltaf þungt að koma að málum sem snúa að veikindum, slysum eða öðrum harmleik sem snertir mann í starfinu. Þá er hugurinn hjá fjölskyldu viðkomandi og maður reynir að vera til staðar eins og kostur er.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að lenda í vegan máltíð að indverskum sið, þs. vantaði roða í kinnar borðfélagana en þeir voru flestir grænmetisætur.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Margir koma í hugann, en ég held að Björn Jónsson, fyrrverandi skipstjóri og stórmógúll standi upp úr.

Hver eru áhugamál þín?

Að reyna að búa til sem mestan tíma með fjölskyldunni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Matur sem konan mín Bryndís María útbýr, hann er alltaf dásamlegur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég færi með fjölskylduna til Hawaii.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...