Gróflega brotið á okkur á fjóra vegu

Gróflega brotið á okkur á fjóra vegu

Félögum stjórn Félags makrílveiðimanna finnst harkalega að sér vegið í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um stjórnun á makrílveiðum í framtíðinni. Þetta kemur skýrt fram í fréttatilkynningu frá stjórninni, sem birt var hér á föstudag https://kvotinn.is/rifnir-hol-nyju-makrilfrumvarpi/

„Okkur í stjórn Félags makrílveiðimanna finnst gróflega brotið á okkar rétti á fjóra vegu.

1. Markmið frumvarpsins er að færa heimildir á milli flokka. Það er líklega ekki löglegt.
2. Að mismuna útgerðaflokkum á grundvelli veiðarfæra stenst heldur ekki skoðun né lög.
3. Að færa hluta okkar heimilda í félagslegan pott sem við eigum að leigja úr í samkeppni við aðila sem aldrei áður hafa komið að veiðum er sérstakt og þar að auki eigum við að greiða tvöfalt gjald á við stórútgerðina á Íslandi.
4. Að taka af okkur heimildirnar 15. september þegar veiði getur staðið hátt og hámarks verð fæst fyrir okkar afla er ótrúleg uppfinning við stjórn fiskveiða ofan á allt annað rugl sem í málið er komið.

Því sáum við okkur knúna til að senda frá okkur fréttatilkynningu (sem fylgir með sem viðhengi) til að varpa ljósi á hvernig er verið að fara með okkur,“ segir meðal annars í frekari áréttingu frá stjórninni. Henni fylgir einnig stutt myndaband sem sett hefur verið saman til að kasta ljósi á hvernig frumvarpið færir heimildir á milli flokka og minnisblað frá Landslögum um hvort lögmætt megi vera að mismuna útgerðum sem veitt hafa makríl á grundvelli veiðarfæra.

Makrílmenn Minnisblað til Félags Makrílveiðimanna kvittað

 

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...