-->

Gróflega brotið á okkur á fjóra vegu

Gróflega brotið á okkur á fjóra vegu

Félögum stjórn Félags makrílveiðimanna finnst harkalega að sér vegið í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um stjórnun á makrílveiðum í framtíðinni. Þetta kemur skýrt fram í fréttatilkynningu frá stjórninni, sem birt var hér á föstudag https://audlindin.is/rifnir-hol-nyju-makrilfrumvarpi/

„Okkur í stjórn Félags makrílveiðimanna finnst gróflega brotið á okkar rétti á fjóra vegu.

1. Markmið frumvarpsins er að færa heimildir á milli flokka. Það er líklega ekki löglegt.
2. Að mismuna útgerðaflokkum á grundvelli veiðarfæra stenst heldur ekki skoðun né lög.
3. Að færa hluta okkar heimilda í félagslegan pott sem við eigum að leigja úr í samkeppni við aðila sem aldrei áður hafa komið að veiðum er sérstakt og þar að auki eigum við að greiða tvöfalt gjald á við stórútgerðina á Íslandi.
4. Að taka af okkur heimildirnar 15. september þegar veiði getur staðið hátt og hámarks verð fæst fyrir okkar afla er ótrúleg uppfinning við stjórn fiskveiða ofan á allt annað rugl sem í málið er komið.

Því sáum við okkur knúna til að senda frá okkur fréttatilkynningu (sem fylgir með sem viðhengi) til að varpa ljósi á hvernig er verið að fara með okkur,“ segir meðal annars í frekari áréttingu frá stjórninni. Henni fylgir einnig stutt myndaband sem sett hefur verið saman til að kasta ljósi á hvernig frumvarpið færir heimildir á milli flokka og minnisblað frá Landslögum um hvort lögmætt megi vera að mismuna útgerðum sem veitt hafa makríl á grundvelli veiðarfæra.

Makrílmenn Minnisblað til Félags Makrílveiðimanna kvittað

 

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Rekstrarleyfi til fiskeldis að Núpum III...

Matvælastofnun hefur veitt Samherja fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Núpum III í Ölfusi í samræmi við lög um fiskeldi. ...

thumbnail
hover

Hægagangur hjá togurunum

Rétt eins og að undanförnu er hægagangur á útgerð ísfisktogaranna Gullvers NS, Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE vegna kórónuveiru...

thumbnail
hover

Humarvertíðin hafin en fátt um gleðitíðindi

Nýlega hafin humarvertíð er tíðindalítil eins og gera mátti ráð fyrir þegar bágt ástand stofnsins er haft í huga. Fyrsta humri ...