-->

Á þorskveiðum í Barentshafi

Samherji sendir bestu kveðjur til starfsmanna og samstarfsmanna til sjós og lands með þakklæti fyrir samstarfið á því ári sem er að líða.  „Bjartari dagar eru framundan og nýtt ár að hefjast með fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.  Það er von okkar að við munum eiga ánægjulegt samstarf áfram.

Sérstakar kveðjur fá þeir sem  standa vaktina um jól og áramót, fjarri sínum nánustu. Skipverjar á skipum dóttur- og hlutdeildarfélaga Samherja eru á þorskveiðum í Barentshafi, þar sem ekki nýtur mikils dagsljóss á þessum tíma árs,“ segir í kveðjunum, sem birtar eru á heimasíðu Samherja.

Brynjólfur Oddsson skipstjóri á Lodario og áhöfn hans koma í land í byrjun janúar eftir um tveggja mánaða úthald.

Sigurbjörn Reimarsson skipstjóri á Kirkella og áhöfn hans verða í landi um áramót.

Björn Valur Gíslason skipstjóri á Emeraude og áhöfn hans eru á leið í land og koma til heimahafnar í St.Malo á Gamlársdag.

Jón Ólafur Halldórsson skipstjóri á Norma Mary og áhöfn hans verða á sjó um áramót.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Stækkun á rekstrarleyfi Háafells lögð til

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Háafell ehf. til sjókvíaeldis á regnbogasilungi og þorski í Ísafjarðar...

thumbnail
hover

Eini austfirski frystitogarinn

Sumarið 2015 festi Síldarvinnslan í Neskaupstað kaup á frystitogaranum Frera af Ögurvík hf. og fékk hann þá nafnið Blængur og ei...

thumbnail
hover

Hámarkskvóti á makríl felldur úr gildi...

Sjávarútvegsráðuneyti Færeyja hefur afnumið aflahámark á skip á makrílveiðum á þessu ári. 5.508 tonn voru til skiptanna fyrir ...