Aðalfundir svæðisfélaga LS að hefjast

Nú fer í hönd tími aðalfunda svæðisfélaga LS.   Smábátafélag Reykjavíkur og Snæfell ríða á vaðið.

Reykvíkingar halda sinn fund nk. föstudag 14. september í félagsmiðstöðinni í Grófinni og hefst fundurinn kl 13:00.  Innan Smábátafélags Reykjavíkur eru 41 félagsmenn.

Formaður félagsins er Þorvaldur Gunnlaugsson.

Aðalfundur Snæfells verður á Kaffi Emil í Grundarfirði sunnudaginn 16. september og hefst fundurinn kl 16:00.

Snæfell er fjölmennast félaga innan LS með 120 félagsmenn.

Formaður félagsins er Örvar Marteinsson.

„Mikilvægt að allir félagsmenn mæti á fundina þar sem mörg mikilvæg mál eru nú í deiglunni.  Má þar nefna kröfu smábátaeigenda um leiðréttingu á veiðigjöldum, endurskoðun á fyrirkomulagi grásleppuveiða, strandveiðar og línuívilnun svo eitthvað sé nefnt,“ segir í frétt á heimasíðu LS.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Lax með feta og fleiru

Þó laxveiðin í ám landsins hafi gengið illa í sumar og Hafró hafi hvatt veiðimenn til að sleppa sem flestum veiddum löxum, er nó...

thumbnail
hover

Makrílvertíð að hefjast hjá Síldarvinnslunni

Nú er makrílvertíðin að hefjast hjá Síldarvinnslunni en gert hefur verið ráð fyrir að vinnsla á makrílnum hæfist 20. júlí og...

thumbnail
hover

Vigdís heilsaði upp á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hitti nöfnu sína skilvinduna í fiskimjölsverksmiðju VSV á dögunum og urðu þar ...