Aflahlutdeild þeirra stærstu breytist lítið

Litlar breytingar eru á hvaða fyrirtæki eru með mesta aflahlutdeild frá því sams konar upplýsingar voru birtar í september  sl. í kjölfar úthlutunar aflamarks í upphafi nýs fiskveiðiárs. Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum. HB Grandi er með um 9,8% af hlutdeildunum en var í september með 10,4%. Samherji er með 6,8%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins því yfir 16,6% af hlutdeildunum í kvótakerfinu. Í 3. til  5. sæti eru  FISK-Seafood Sauðárkróki, Þorbjörn í Grindavík og Síldarvinnslan í Neskaupstað.

Þegar skoðuð er krókaaflahlutdeild útgerða þá er röðin á stærstu útgerðunum þannig að Grunnur ehf í Hafnarfirði með 4,6% krókaaflahlutdeildanna.  Í öðru og þriðja sæti eru Jakob Valgeir í Bolungarvík og Einhamar Seafood með  um 4,1% hvort útgerð.

Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um. Í eftirfarandi töflum kemur fram staða aflaheimilda þeirra 100 útgerða sem réðu yfir mestum aflahlutdeildum 31. mars sl. eftir úthlutun aflamarks í deilistofnum á nýju almanaksári.  Hefð er fyrir að bíða eftir úthlutun í loðnu á útmánuðum til þess að áhrif hennar skili sér inn í útreikninganna.  Eins og alkunna er varð sú bið æði löng og árangurslaus að þessu sinnni. Sambærilegar upplýsingar koma einnig fram um þær 50 útgerðir sem ráða yfir mestum krókaaflahlutdeildum.

Á meðfylgjandi töflum eru hlutdeildir brotnar niður á kennitölur einstakra lögaðila, en ekki hefur farið fram skoðun á því hvort fyrirtæki teljist vera í eigu tengdra aðila skv. 13. gr. laga nr. 116/2006.  Fiskistofa skoðar slík möguleg tengsl aðila sérstaklega á grundvelli þessara gagna.

Aflahlutdeild 31. mars 2019 – 100 stærstu

Krókaaflahlutdeild  31. mars 2019 – 50 stærstu

Hér má sjá til samanburðar töflur frá september 2018 yfir þær útgerðir sem þá réðu yfir mestum aflaheimildum:

Aflahlutdeild 1. september 2018 – 100 stærstu

Krókaaflahlutdeild  1. september 2018 – 50 stærstu

Fjöldi útgerða sem ráða yfir hlutdeildum

Fiskistofa hefur fylgst með fækkun útgerða sem ráða yfir hlutdeildum undanfarin ár. Frá fiskveiðiárinu 2005/2006hefur þeim fækkað úr 946 í 446 nú í lok mars sl. eða um 500 útgerðir.  Handhafar bæði  aflamarkshlutdeilda og krókaaflamarkshlutdeilda eru hér taldir með.

Reglur og eftirlit með hámarkshlutdeildum

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða má heildaraflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12% af samanlögðu heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. Þá má aflahlutdeild í þorski ekki fara yfir 12%. Í ýsu, ufsa, grálúðu, steinbít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20% og í karfa ekki yfir 35%.

Heildarkrókaaflahlutdeild einstakra eða tengdra aðila má ekki fara yfir 5% af samanlögðu heildarverðmæti krókaaflahlutdeilda. Þá má krókaaflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 4% í þorski og 5% í ýsu.

Fjórar útgerðir fara lítillega yfir hámarkshandhöfn á krókaaflahlutdeildum í þorski að þessu sinni. Það sem þær fara umfram 4% hámarkið hver um sig  er á bilinu 0,005 til 0,007 prósentustig. Fyrirtækin hafa  ákveðinn frest til að leiðrétta þá stöðu og mun Fiskistofa fylgja því máli eftir í samræmi við reglur þar um.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Pönnusteiktur silungur með kúmeni

Sumum finnst nýjungar vera góðar og svo er vissulega í hæfilegum mæli. En það er líka hollt að líta til baka og sjá hvað áður...

thumbnail
hover

Ekki aðeins háseti heldur kokkur líka

Hann byrjaði á sjó með pabba sínum 6 ára gamall. Hann munstraði sig svo hjá Samherja 16 ára gamall. Hann hefur mörg áhugamál og ...

thumbnail
hover

Hollenskur risatogari með færeyskt troll

Einn einn stóri hollenski togarinn hefur nú sótt troll frá Voninni til Færeyja. Um er að ræða Capto 2304 uppsjávartroll og er togar...