Aflaverðmæti í september 10,9 milljarðar

Aflaverðmæti úr sjó nam 10,9 milljörðum í september sem er samdráttur um 2,2% samanborið við september 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam tæplega 6,5 milljörðum og jókst um 6%, þar af nam verðmæti þorskaflans tæpum 4,1 milljarði. Verðmæti uppsjávarafla var tæpir 3,6 milljarðar sem er 14,8% minna en í september 2017.

Verðmæti afla sem seldur var til eigin vinnslu innanlands nam tæpum 6,6 milljörðum, verðmæti sjófrysts afla nam tæpum 2,1 milljarði og verðmæti afla sem fór á markað til vinnslu innanlands nam rúmum 1,5 milljarði.

Á 12 mánaða tímabili, frá október 2017 til september 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 124 milljörðum króna sem er 13,2% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Verðmæti afla 2017–2018
Milljónir króna September Október-september
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls 11.107,3 10.862,6 -2,2 109.272,9 123.737,3 13,2
Botnfiskur 6.088,5 6.452,2 6,0 74.499,7 87.423,1 17,3
Þorskur 4.056,6 4.065,6 0,2 48.147,8 55.652,4 15,6
Ýsa 725,1 756,0 4,3 7.780,7 9.368,9 20,4
Ufsi 339,0 523,2 54,4 5.951,5 7.241,8 21,7
Karfi 777,7 840,5 8,1 8.414,3 10.370,7 23,2
Úthafskarfi 0,0 0,0 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur 190,1 266,8 40,3 3.872,1 4.570,6 18,0
Flatfiskafli 595,8 563,1 -5,5 7.574,5 9.737,7 28,6
Uppsjávarafli 4.215,3 3.592,1 -14,8 24.837,3 23.905,5 -3,8
Síld 582,6 462,1 -20,7 5.585,6 4.101,6 -26,6
Loðna 0,0 0,0 6.709,4 5.891,7 -12,2
Kolmunni 31,2 34,2 9,7 3.712,5 6.285,9 69,3
Makríll 3.601,5 3.095,8 -14,0 8.829,7 7.626,3 -13,6
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 13,3 0,0 0,0
Skel- og krabbadýraafli 207,7 255,2 22,9 2.361,4 2.671,1 13,1
Humar 51,6 36,2 -29,8 805,1 613,7 -23,8
Rækja 90,0 144,0 60,0 1.226,6 1.510,7 23,2
Annar skel- og krabbadýrafli 66,1 75,0 13,4 329,7 546,7 65,8
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin...

thumbnail
hover

Er að gera eitthvað skrýtið alla...

Maður vikunnar að þessu sinni er forfallinn stangveiðimaður og er leiðsögumaður á sumrin. Þar fyrir utan starfar hann hjá fyrirt...

thumbnail
hover

Nýr léttabátur fyrir Gæsluna

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíða...