Ákvörðun um afla í samræmi við ráðgjöf

Á fiskveiðiárinu 2016/17 var leyfilegur heildarafli helstu nytjastofnun á Íslandsmiðum í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem og landaður afli. Einnig var ákvörðun um leyfilegan heildarafla fiskveiðiársins 2017/18 í samræmi við ráðgjöf.

Þetta kemur fram í skýrslu landabúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, um starfsemi ráðuneytisins á síðasta ári.

Vinnuhópar um endurskoðun löggjafar um byggðakvóta sem og um stefnumótun í fiskeldi úr sjó skiluðu lokaskýrslum, en vinnuhóp um gjaldtöku í sjávarútvegi var slitið vegna þingrofs og kosninga. Hafin var heildarendurskoðun á tæknilegum hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins í því skyni að einfalda umsýslu fiskveiða.

Nýjar reglur einstakra markaðsríkja um rekjanleika sjávarafurða og vernd sjávarspendýra við fiskveiðar komu til framkvæmda og kröfðust aðgerða bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.

Á árinu lauk undirbúningsviðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem tekin var ákvörðun um að efna til nýrrar alþjóðlegrar ríkjaráðstefnu um gerð samnings um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja. Á árinu 2017 voru kortlögð tæplega 5% af hafsbotninum kringum landið, sem hluti átaks er hófst árið 2016. Hafrannsóknastofnun veitti ráðgjöf fyrir 36 nytjastofna, þ.a. tvo stofna hvala og framkvæmdi nauðsynlegar rannsóknir m.v. áætlun.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Venus á leið til Vopnafjarðar

Venus NS er nú á leið til heimahafnar á Vopnafirði með fyrsta kolmunnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan e...

thumbnail
hover

Drög að reglugerð um bann við...

Nú liggja fyrir á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um bann við álaveiðum sem áformað er að setja. Markmið með setn...

thumbnail
hover

Kolmunna landað í Neskaupstað og á...

Norska skipið Manon kom til Neskaupstaðar sl. föstudag með 1.900 tonn af kolmunna. Í kjölfar hans kom síðan Börkur NK á sunnudagsm...