Ákvörðun um afla í samræmi við ráðgjöf

Á fiskveiðiárinu 2016/17 var leyfilegur heildarafli helstu nytjastofnun á Íslandsmiðum í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem og landaður afli. Einnig var ákvörðun um leyfilegan heildarafla fiskveiðiársins 2017/18 í samræmi við ráðgjöf.

Þetta kemur fram í skýrslu landabúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, um starfsemi ráðuneytisins á síðasta ári.

Vinnuhópar um endurskoðun löggjafar um byggðakvóta sem og um stefnumótun í fiskeldi úr sjó skiluðu lokaskýrslum, en vinnuhóp um gjaldtöku í sjávarútvegi var slitið vegna þingrofs og kosninga. Hafin var heildarendurskoðun á tæknilegum hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins í því skyni að einfalda umsýslu fiskveiða.

Nýjar reglur einstakra markaðsríkja um rekjanleika sjávarafurða og vernd sjávarspendýra við fiskveiðar komu til framkvæmda og kröfðust aðgerða bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.

Á árinu lauk undirbúningsviðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem tekin var ákvörðun um að efna til nýrrar alþjóðlegrar ríkjaráðstefnu um gerð samnings um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja. Á árinu 2017 voru kortlögð tæplega 5% af hafsbotninum kringum landið, sem hluti átaks er hófst árið 2016. Hafrannsóknastofnun veitti ráðgjöf fyrir 36 nytjastofna, þ.a. tvo stofna hvala og framkvæmdi nauðsynlegar rannsóknir m.v. áætlun.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fisk-Seafood kaupir hlut Brims í VSV

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna...

thumbnail
hover

Margt til umræðu á aðalfundum félaga...

Aðalfundir svæðisfélaga LS standa nú sem hæst.  Félagsmenn eru hér með minntir á fundina og hvattir til að taka þátt í þeim....

thumbnail
hover

Íslenski fiskurinn í aðalhlutverki

Mikið var um að vera á Íslandsdögum (Islandtage) sem haldnir voru á hafnarsvæðinu í Bremerhaven, Þýskalandi dagana 29. ágúst ti...