Aukinn útflutningur frá Færeyjum

Færeyingar fluttu utan fisk og fiskafurðir á síðasta ári að verðmæti 141 milljarður íslenskra króna Það er 9% meira en á árinu 2016. Útflutningur á laxi jókst bæði í magni og virði. Magnið jókst um 2% og verðmætið um 6%

Umtalsverð aukning varð á verðmæti afurða úr uppsjávarfiski, síld, makríl og kolmunna. Það varð alls 31 milljarður íslenskra króna og hækkaði um 18%. Mestu munar þar aukinn útflutningur á síld. Árið 2016 var verðmæti útfluttrar síldar 6,7 milljarðar króna, en í fyrra skilaði síldin 11,3 milljörðum. Útflutningur á makríl jókst um 4% og skilaði alls um 17 milljörðum. Sala á kolmunna dróst á hinn bóginn saman um 18%.

Mestur vöxtur varð í vöruflokknum „fiskaúrdráttir“ en þar er bróðurparturinn fiskimjöl. Þar varð vöxturinn 53% og varð verðmætið um 4 milljörðum meira en árið áður.

Séu lax, síld, makríll og kolmunni tekin saman, skila þessar tegundir tveimur þriðju hlutum heildarverðmætisins. Sé svo fiskimjöl unnið úr uppsjávarfiski tekið með skila þessar fiskitegundir þremur fjórðu hlutum verðmætisins.

Útflutningur á þorski, ýsu og ufsa skilaði um 20 milljörðum íslenskra króna í fyrra. Það er aukning um 4%. Útflutningur á öðrum fiski dróst hins vegar saman um 7%.

Þegar litið er á magnið, jókst það um 3% frá árinu áður. Alls fóru utan 496.000 tonn af fiski og fiskafurðum utan í fyrra. Langmest af því er uppsjávarfiskur eða 247.000 tonn, sem er 14% vöxtur. Af laxi fóru utan 62.000 tonn sem er 2% aukning. Næst kemur flokkurinn „fiskaúrdráttir“ með 102.000 tonn, sem er um tvöföldun frá árinu áður. Þá kemur flokkurinn „annar fiskur“ með 45.000 tonn, sem er meira en helmings samdráttur frá árinu áður.  Skýringin á þessum miklu sveiflum liggur að öllum líkindum í breytingu á skráningu

Loks eru það þorskur, ýsa og ufsi. Af þessum tegundum fórum utan tæp 40.000 tonn, sem er 3% aukning.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Þór dregur Akurey til hafnar

Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana dj...

thumbnail
hover

Vilja bragarbót á flota Hafró

Helstu hagsmunasamtök í íslenskum sjávarútvegi skora nú á stjórnvöld vinna að tafarlausum útbótum á skipaflota Hafrannsóknasto...

thumbnail
hover

Næst minnsti humarkvóti sögunnar

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að humarafli fiskveiðiárið 2017/2018 verði ekki meiri en 1.150 tonn. Það verður næstminnsti kvóti...