Auknar veiðiheimildir HB Granda

Samkvæmt úthlutun Fiskistofu fyrir nýhafið fiskveiðiár (2018/19) verða bolfiskaflaveiðiheimildir HB Granda samtals 44.902 tonn. Í tonnum talið er þetta aukning um tæplega 2.300 tonn á milli ára eða rúmlega 5%.

Úthlutun Fiskistofu fyrir fiskveiðiárið, sem hófst 1. september sl. og lýkur 31. ágúst nk., má sjá í meðfylgjandi töflu:

    2018/19 2017/18 Mismunur
  Botnfiskur      
  Þorskur 12.737 12.405 332
  Ýsa 3.109 2.187 922
  Ufsi 11.705 8.915 2.790
  Gullkarfi 10.250 11.872 (1.622)
  Djúpkarfi 3.109 2.816 293
  Grálúða 934 953 (19)
  Gulllax 1.772 2.170 (398)
  Aðrar tegundir innan kvóta 1.285 1.308 (22)
    44.902 42.626 2.276
  Uppsjávarfiskur      
  Síld 3.696 3.512 184
         

Eins og sjá má á töflunni er aukning á milli ára í tegundum eins og   þorski, ýsu, ufsa, djúpkarfa og íslenskri sumargotssíld en samdráttur er í öðrum tegundum.

„Vert er að vekja athygli á að úthlutun Fiskistofu tekur ekki til sameiginlega nytjastofna eins og loðnu, úthafskarfa, síldar úr norsk-íslenska síldarstofninum, kolmunna og makríls enda er þeim veiðiheimildum úthlutað innan almanaksársins að fengnum niðurstöðum rannsókna á stofnstærð viðkomandi stofna og umsögn Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hið sama á við um veiðiheimildir íslenskra skipa á þorski í Barentshafi,“ segir á heimasíðu Hb Granda.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...