Auknar veiðiheimildir HB Granda

Samkvæmt úthlutun Fiskistofu fyrir nýhafið fiskveiðiár (2018/19) verða bolfiskaflaveiðiheimildir HB Granda samtals 44.902 tonn. Í tonnum talið er þetta aukning um tæplega 2.300 tonn á milli ára eða rúmlega 5%.

Úthlutun Fiskistofu fyrir fiskveiðiárið, sem hófst 1. september sl. og lýkur 31. ágúst nk., má sjá í meðfylgjandi töflu:

    2018/19 2017/18 Mismunur
  Botnfiskur      
  Þorskur 12.737 12.405 332
  Ýsa 3.109 2.187 922
  Ufsi 11.705 8.915 2.790
  Gullkarfi 10.250 11.872 (1.622)
  Djúpkarfi 3.109 2.816 293
  Grálúða 934 953 (19)
  Gulllax 1.772 2.170 (398)
  Aðrar tegundir innan kvóta 1.285 1.308 (22)
    44.902 42.626 2.276
  Uppsjávarfiskur      
  Síld 3.696 3.512 184
         

Eins og sjá má á töflunni er aukning á milli ára í tegundum eins og   þorski, ýsu, ufsa, djúpkarfa og íslenskri sumargotssíld en samdráttur er í öðrum tegundum.

„Vert er að vekja athygli á að úthlutun Fiskistofu tekur ekki til sameiginlega nytjastofna eins og loðnu, úthafskarfa, síldar úr norsk-íslenska síldarstofninum, kolmunna og makríls enda er þeim veiðiheimildum úthlutað innan almanaksársins að fengnum niðurstöðum rannsókna á stofnstærð viðkomandi stofna og umsögn Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hið sama á við um veiðiheimildir íslenskra skipa á þorski í Barentshafi,“ segir á heimasíðu Hb Granda.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Lax með feta og fleiru

Þó laxveiðin í ám landsins hafi gengið illa í sumar og Hafró hafi hvatt veiðimenn til að sleppa sem flestum veiddum löxum, er nó...

thumbnail
hover

Makrílvertíð að hefjast hjá Síldarvinnslunni

Nú er makrílvertíðin að hefjast hjá Síldarvinnslunni en gert hefur verið ráð fyrir að vinnsla á makrílnum hæfist 20. júlí og...

thumbnail
hover

Vigdís heilsaði upp á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hitti nöfnu sína skilvinduna í fiskimjölsverksmiðju VSV á dögunum og urðu þar ...