Bacalao – saltfiskréttur fyrir sælkera

Saltfiskur með hamsatólg! Kannski ekki núna, þó hann sé alveg sérstaklega góður inn á milli. Það eru til svo margar uppskriftir að góðum saltfiskréttum, sem við höfðum ekki hugmynd um að væru til, þau sem alin voru upp á soðnum saltfiski og þverskorinni ýsu. Þess vegna er gott að fara á veiðar á netinu og finna nýjar og góðar uppskriftir að góðum saltfiskréttum, því fátt er betra en góður fiskur.
Þessa uppskrift fundum við á vefsíðunni gulur rauður grænn og salt og mælum með henni.

Innihald:

800 g saltfiskur (eða hvítur fiskur að eigin vali)
8 kartöflur, afhýddar og skornar i skífur
2 laukar
1 dl ólífuolía
4-6 grillaðar paprikur, skornar gróft
1 rautt chilí, saxað
4 hvítlauksrif, saxað
2 dósir niðurskornir tómatar
100 g ólífur
1 búnt basilíka, söxuð
salt og pipar

Aðferð:

Skerið fiskinn í bita.

Hitið 1 dl af ólífuolíu á pönnu eða í potti. Steikið kartöflurnar, lauk, hvítlauk og chilí þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið tómötum og papriku saman við og saltið og piprið.

Látið fiskinn út i og látið malla í 30-45 mínútur. Hristið pönnuna einstaka sinnum til en hrærið ekki í blöndunni. Setjið að lokum ólífur og basilíku út í. Smakkið til með salti og pipar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin...

thumbnail
hover

Er að gera eitthvað skrýtið alla...

Maður vikunnar að þessu sinni er forfallinn stangveiðimaður og er leiðsögumaður á sumrin. Þar fyrir utan starfar hann hjá fyrirt...

thumbnail
hover

Nýr léttabátur fyrir Gæsluna

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíða...