Beitir með mest af íslensku sumargotssíldinni

Veiðum á íslensku sumargotssíldinni er nú að miklu leyti lokið. Aflinn samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er  orðinn um 28.500 tonn og eru þá 10.000 tonn óveidd. Leyfilegur heildarafli er því um 38.500 tonn með flutningi milli ára og sérstökum úthlutunum.

17 skip hafa í haust landað einhverjum afla, en Síldarvinnsluskipin skera sig þar nokkuð úr. Beitir hefur landað rétt rúmlega 4.000 tonnum og Börkur er með 3.700 tonn. Bæði skipin hafa lokið síldveiðum í haust.
Skip Skinneyjar-Þinganess koma næst. Bæði Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson hafa landað um 2.600 tonnum, en þau eiga ríflega 1.000 eftir óveidd samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...