Beitir með mest af íslensku sumargotssíldinni

Veiðum á íslensku sumargotssíldinni er nú að miklu leyti lokið. Aflinn samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er  orðinn um 28.500 tonn og eru þá 10.000 tonn óveidd. Leyfilegur heildarafli er því um 38.500 tonn með flutningi milli ára og sérstökum úthlutunum.

17 skip hafa í haust landað einhverjum afla, en Síldarvinnsluskipin skera sig þar nokkuð úr. Beitir hefur landað rétt rúmlega 4.000 tonnum og Börkur er með 3.700 tonn. Bæði skipin hafa lokið síldveiðum í haust.
Skip Skinneyjar-Þinganess koma næst. Bæði Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson hafa landað um 2.600 tonnum, en þau eiga ríflega 1.000 eftir óveidd samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Venus á leið til Vopnafjarðar

Venus NS er nú á leið til heimahafnar á Vopnafirði með fyrsta kolmunnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan e...

thumbnail
hover

Drög að reglugerð um bann við...

Nú liggja fyrir á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um bann við álaveiðum sem áformað er að setja. Markmið með setn...

thumbnail
hover

Kolmunna landað í Neskaupstað og á...

Norska skipið Manon kom til Neskaupstaðar sl. föstudag með 1.900 tonn af kolmunna. Í kjölfar hans kom síðan Börkur NK á sunnudagsm...