Beitir með mest af íslensku sumargotssíldinni

Veiðum á íslensku sumargotssíldinni er nú að miklu leyti lokið. Aflinn samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er  orðinn um 28.500 tonn og eru þá 10.000 tonn óveidd. Leyfilegur heildarafli er því um 38.500 tonn með flutningi milli ára og sérstökum úthlutunum.

17 skip hafa í haust landað einhverjum afla, en Síldarvinnsluskipin skera sig þar nokkuð úr. Beitir hefur landað rétt rúmlega 4.000 tonnum og Börkur er með 3.700 tonn. Bæði skipin hafa lokið síldveiðum í haust.
Skip Skinneyjar-Þinganess koma næst. Bæði Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson hafa landað um 2.600 tonnum, en þau eiga ríflega 1.000 eftir óveidd samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð ýsa með chili, hvítlauk og...

Blessuð ýsan klikkar ekki. Hana er hægt að elda á óteljandi vegu allt frá því sjóða hana þverskorna upp í glæsilega veislurét...

thumbnail
hover

Byrjaði 9 ára í skreið hjá...

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er að öðrum ólöstuðum þekktari í heimi netagerðar á Íslandi en nokkur annar. Hann hefur unni...

thumbnail
hover

Ekki heimildir til að setja málið...

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla hans varðandi mögulega sáttaleið í ...