Bleikju ceviche

Bleikja er einhver besti matfiskur sem völ er á um veröld víða. Hún bæði bragðgóð og holl og líka svo einstaklega falleg á litinn. Bleikjuna má  eins og annan fisk elda á óteljandi vegu, en að borða hana hráa er sennilega flestum nýlunda. Við sóttum þessa flottu uppskrift inn á vefinn fiskurimatinn.is en henni er haldið úti af Norðanfiski. Þetta er flottur forréttur til dæmis með grillkjötinu en einnig ljúffengur smáréttur fyrir elskendur á öllum aldri á fallegu rómantísku síðkvöldi með kældu hvítvíni, kertaljósi (þegar fer að dimma) og Dean Martin í græjunum.

Innihald:

  • 300 g bleikja
  • Safi úr 3 límónum (lime)
  • 30 g skalotlaukur, fínskorinn
  • 30 g rauðlaukur, fínt skorin
  • 1 sellerístilkur, fínskorinn
  • 1 gott knippi kóríander
  • 3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 1 msk jalapeno, fínsaxað
  • Salt og pipar

Aðferð:

Bleikjan er skorin í grófa teninga, sett í skál og krydduð með salti og pipar. Rauðlauk, skalotlauk, selleríi, hvítlauk og kóríander er bætt út í skálina. Límónusafanum er hellt yfir og öllu blandað vel saman. Borið strax fram.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður fiskur með grænmeti og rjómaosti

Fiskur og aftur fiskur. Já, það er málið. Fiskur er hollasti matur sem við getum fengið, hrein náttúruafurð úr einhverjum hreinas...

thumbnail
hover

Fiskur í ljúffengri sósu 

Fiskréttir þurfa ekki að vera flóknir eða dýrir til að vera góðir. Það er bara að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og blanda...

thumbnail
hover

Saltfiskur með mangó chutney

Hér er uppskrift að einföldum saltfiskrétti sem kemur frá Albert Eldar. Hægt er að nota annan fisk en saltfisk í réttinn, ásamt ...