Bloggað í makrílleiðangri

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er farið úr höfn til að taka þátt í árlegum fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas), sem í daglegu tali er kallaður makríltúr. Þetta er níunda árið í röð sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Grænlandi auk Danmerkur, sem tekur þátt í fyrsta skipti í ár.

Í leiðangrinum verður aflað gagna sem nýtast við fjölbreyttar rannsóknir sem snúa að vistkerfisþáttum frá frumframleiðni sjávar til útbreiðslu hvala. Gögnum er safnað fyrir 19 mismunandi rannsóknaverkefni, þar af fjögur ný. Meðal nýju verkefnanna eru merkingar á lifandi grásleppu og síun á erfðaefni úr sjó.

Leiðangurinn stendur í 32 dag og verða sigldar um 5700 sjómílur eða ríflega 10 þús. km. Um borð eru sjö vísindamenn og 17 manna áhöfn. Eins og í fyrra mun leiðangursfólkið halda úti bloggi þar sem hægt verður að fylgjast með því sem fram fer um borð í rannsóknaskipi. Bloggið er á slóðinni: pelagicecosystemsurvey.wordpress.com.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...