Breki brá sér í borgina

Breki VE var tekinn upp í slipp í Reykjavík í síðustu viku í tengslum við skoðun á skipinu í tilefni af því að ársábyrgð kínversku skipasmíðastöðvarinnar rennur brátt út.  Skipið var afhent Vinnslustöðinni í Kína 13. mars 2018 með ársábyrgð og nú er það grandskoðað á meðan ábyrgðin varir.

Allt virðist vera í góðu standi og ekkert kom heldur fram við skoðun á þurru landi í höfuðborginni. Málað var í leiðinni yfir nokkrar lítilsháttar rispur á botninum. Það var nú allt og sumt.

Breka VE var rennt út í sjó úr slippnum í miðborg Reykjavíkur á níunda tímanum á föstudag, í hávaðaroki og brunakulda. Allt gekk að óskum og hið fagra fley lagðist síðan um stund við hafnargarðinn þar sem hvalaskoðunarbátar liggja öðrum megin og hvalveiðibátar Hvals hf. hinum megin …

Hér er tveggja mínútna myndbandsbútur frá því.

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...