Byrjaði 10 ára í saltfiski

Maður vikunnar þennan daginn er yfirvélstjórinn á Hring SH frá Grundarfirði, Guðmundur Pálsson. Hringur er gerður út af G.Run og fiskar fyrir vinnsluna þar.  Guðmundur byrjaði 10 ára að vinna í saltfiski með afa sínum og fór í fyrsta túrinn á sjó á togaranum Runólfi SH. Hann hefur mikinn áhuga á veiði og þykir villibráðin góð.

Nafn:

Guðmundur Pálsson

Hvaðan ertu?

Grundarfirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Hólmfríði Hildimundardóttir  og eigum saman Pál Hilmar og Diljá.

Hvar starfar þú núna?

Yfirvélstjóri á Hring SH.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði um tíu ára að vinna í saltfisk hjá Hring afa á Rifi en fór fyrsta túrinn minn á sjó 14 ára á Runólfi SH.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Á sjónum er það þegar fiskast vel og veðrið er gott.

En það erfiðasta?

Það er fjarveran frá fjölskyldunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í ístörfum þínum?

Það hefur margt skondið komið uppá á sjónum, en ekkert sem stendur sérstaklega uppúr.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég var svo heppinn að geta verið eitt sumar með Hringi Hjörleifssyni afa mínum á trillunni hans og er það mjög sterkt í minningunni.  

Hver eru áhugamál þín?

Það er stangveiði, skotveiði og skíði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það er helst villibráðin sem ég  veiði.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Lax með feta og fleiru

Þó laxveiðin í ám landsins hafi gengið illa í sumar og Hafró hafi hvatt veiðimenn til að sleppa sem flestum veiddum löxum, er nó...

thumbnail
hover

Makrílvertíð að hefjast hjá Síldarvinnslunni

Nú er makrílvertíðin að hefjast hjá Síldarvinnslunni en gert hefur verið ráð fyrir að vinnsla á makrílnum hæfist 20. júlí og...

thumbnail
hover

Vigdís heilsaði upp á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hitti nöfnu sína skilvinduna í fiskimjölsverksmiðju VSV á dögunum og urðu þar ...