Byrjaði 10 ára í saltfiski

Maður vikunnar þennan daginn er yfirvélstjórinn á Hring SH frá Grundarfirði, Guðmundur Pálsson. Hringur er gerður út af G.Run og fiskar fyrir vinnsluna þar.  Guðmundur byrjaði 10 ára að vinna í saltfiski með afa sínum og fór í fyrsta túrinn á sjó á togaranum Runólfi SH. Hann hefur mikinn áhuga á veiði og þykir villibráðin góð.

Nafn:

Guðmundur Pálsson

Hvaðan ertu?

Grundarfirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Hólmfríði Hildimundardóttir  og eigum saman Pál Hilmar og Diljá.

Hvar starfar þú núna?

Yfirvélstjóri á Hring SH.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði um tíu ára að vinna í saltfisk hjá Hring afa á Rifi en fór fyrsta túrinn minn á sjó 14 ára á Runólfi SH.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Á sjónum er það þegar fiskast vel og veðrið er gott.

En það erfiðasta?

Það er fjarveran frá fjölskyldunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í ístörfum þínum?

Það hefur margt skondið komið uppá á sjónum, en ekkert sem stendur sérstaklega uppúr.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég var svo heppinn að geta verið eitt sumar með Hringi Hjörleifssyni afa mínum á trillunni hans og er það mjög sterkt í minningunni.  

Hver eru áhugamál þín?

Það er stangveiði, skotveiði og skíði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það er helst villibráðin sem ég  veiði.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...