Byrjaði 12 ára í saltfiski

Sveinn Ari Guðjónsson er maður vikunnar hjá okkur á Kvótanum þennan föstudaginn. Hann er frá Breiðdalsvík, en hefur lengi stafað hjá Vísi hf. Í Grindavík  þar sem hann er framkvæmdastjóri saltaðra afurða. Hann var 12 ára þegar hann byrjaði að salta fisk.

Nafn?

Sveinn Ari Guðjónsson

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík.

Fjölskylduhagir?

Bý með minni konu Sólnýju Pálsdóttur og við eigu 5 stráka. Fyrir á ég 2 stúlkur og á 3 afabörn.

Hvar starfar þú núna?

Ég er framkvæmdastjóri saltaðra afurða hjá Vísi hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að vinna 12 ára í saltfiski þar sem ekki var ein vél, allt unnið í höndum. Saltað í stæður. Frábær upplifun sem er enn í blóðinu.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Sjávarútvegur hér er sá besti í heimi. Eftir að hafa ferðast um og séð hvað aðrir eru að gera er gaman að sjá hvað við erum góðir. Þannig allt sem ég geri í þessum geira er frábært.

En það erfiðasta?

Stanslaus óvissa um alla hluti. Gengi, ríkisstjórn og alla þætti sem hafa áhrif.

 

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er að þurfa að hafa vopnaða menn með trukkunum sem við seljum til suður Evrópu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Hann heitir Óskar Hermannsson. Ótrúlegur frumkvöðull á öllum sviðum. Því miður látinn núna en hann lifir hjá mér. Stofnaði Arnarvík sem varð síðar Fiskanes hf.

Hver eru áhugamál þín?

Veiði, veiði, veiði. Bæði á stöng og byssu.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Gott hreindýrakjöt er það besta.

Hvert færir þú í draumfríið?

Alltaf Ítalía.

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Leiðindaveður á loðnumiðunum

Íslensku loðnuskipin voru að fá ágæt köst á föstudag og laugardag en í gær var erfitt að kasta vegna leiðindaveðurs. Flotinn v...

thumbnail
hover

Fullbúið uppsjávarskip eftir breytingarnar

Á dögunum lauk hjá Slippnum Akureyri ehf. viðamiklum breytingum á uppsjávarskipinu Jóni Kjartanssyni SU 111 sem er í eigu Eskju hf. ...

thumbnail
hover

Illa gengur að ná ufsanum

Á sl. þremur fiskveiðiárum hafa veiðar á ufsa vikið langt frá útgefnum veiðiheimildum.  Um 35 þúsund tonn vantar upp á fulla n...