Byrjaði 12 ára á sjó

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er fæddur á Flateyri en býr og starfar í Vestmannaeyjum. Hann fór fyrst á sjó með pabba sínum 12 ára gamall. Þetta er Gunnar Páll Hálfdánssonframleiðslustjóri á bolfisksviði hjá VSV. Fótbolti er áhugamál hans og nautalund og bleikja uppáhalds maturinn.

Nafn?

Gunnar Páll Hálfdánsson

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn á Flateyri við Önundarfjörð.

Fjölskylduhagir?

Vel giftur Berglindi Smáradóttur og saman eigum við fjögur börn; Alexöndru Ósk, Aron Steinar, Adrian Smára og Auðunn Snær.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem framleiðslustjóri yfir bolfisksviði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði á sjó á sumrin með pabba mínum Hálfdáni Kristjánssyni þegar ég var 12 ára gamall.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er fjölbreytileikinn, maður er alltaf að takast á við ný og ný verkefni. Einnig eru spennandi tímar núna þar sem tækniframfarir í vinnslu og veiðum hafa verið miklar undanfarin ár.

En það erfiðasta?

Íslenska krónan.

 Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Verð að segja sumir úttektar aðilar sem maður hefur átt í samskiptum við.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er erfitt að gera upp á milli en ég hef unnið og vinn enn með mjög skemmtilegum einstaklingum sem ég kem aldrei til með að gleyma.

Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti, bæði að sprikla sjálfur og að horfa, einnig hef ég mjög gaman af því að fylgjast með IBV í handboltanum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautalund og bleikja.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég færi í siglingu með fjölskylduna.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð ýsa með chili, hvítlauk og...

Blessuð ýsan klikkar ekki. Hana er hægt að elda á óteljandi vegu allt frá því sjóða hana þverskorna upp í glæsilega veislurét...

thumbnail
hover

Byrjaði 9 ára í skreið hjá...

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er að öðrum ólöstuðum þekktari í heimi netagerðar á Íslandi en nokkur annar. Hann hefur unni...

thumbnail
hover

Ekki heimildir til að setja málið...

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla hans varðandi mögulega sáttaleið í ...