Byrjaði í fiski hjá ÚA 1991

Maður vikunnar er nýkjörinn formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Hann hefur verið á Björgúlfi EA í rúman áratug en kemur nú í land til að sinna félagsmálunum. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og uppáhaldsmaturinn eru kjöt í karrý a´la mamma. Hann langar í draumafrí til Hawaii.

Nafn:

Trausti Jörundarson.

Hvaðan ertu?

Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Ég er giftur Fanney Kristinsdóttur og við eigum 3 börn, Jörund 18 ára, Álfhildi Rós 14 ára og Ingibjörgu Ósk 10 ára og svo eigum við líka hann Tý sem er köttur heimilisins.

Hvar starfar þú núna?

Var að taka við formennsku í Sjómannafélagi Eyjafjarðar.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Það hefur verið í kringum 1991. Þá fór ég að vinna á ÚA og vann þar á sumrin þar til 1994 en þá fór ég alfarið að vinna þar, hætti svo 1997 og fór einn túr á Aðalvíkina sem var línuskip gert út frá Keflavík. Svo byrjaði ég aftur á sjó 2008 á Björgúlfi EA-312 og hef verið þar þar til ég tók við þessu nýja starfi. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Félagsskapurinn er númer eitt tvö og þrjú og líka þegar nóg er að gera þá líður tíminn hratt og allt verður auðveldara.

En það erfiðasta?

Hef í sjálfu sér ekki lent í neinu erfiðu persónulega, en get alveg ímyndað mér að það sé ekki gott að vera fjarri fjölskyldu og vinum ef eitthvað bjátar á.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Í augnablikinu er nú ekkert sérstakt sem ég man enda er þetta orðið svo mikil rútína hjá manni að það er ekkert sem kemur á óvart þannig séð.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það kemur bara einn til greina og það er Stefán B. Stefánsson eðalkokkur, sælkeri og lífskúnstner.

Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti er harður Liverpool maður og golf.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Kjöt í karrý a´la mamma það er einfaldlega best.

Hvert færir þú í draumfríið?

Alltaf langað til að fara til Hawaii held að það geti verið flott ævintýri.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Pönnusteiktur silungur með kúmeni

Sumum finnst nýjungar vera góðar og svo er vissulega í hæfilegum mæli. En það er líka hollt að líta til baka og sjá hvað áður...

thumbnail
hover

Ekki aðeins háseti heldur kokkur líka

Hann byrjaði á sjó með pabba sínum 6 ára gamall. Hann munstraði sig svo hjá Samherja 16 ára gamall. Hann hefur mörg áhugamál og ...

thumbnail
hover

Hollenskur risatogari með færeyskt troll

Einn einn stóri hollenski togarinn hefur nú sótt troll frá Voninni til Færeyja. Um er að ræða Capto 2304 uppsjávartroll og er togar...