Eins og Loch Ness skrímslið væri komið

Við höldum til Vopnafjarðar í til að leita að manni vikunnar á kvótanum. Þar nú allt í fullum gangi við frystingu á makríl, bræðslu afskurðar og annars sem fellur til við vinnsluna. Skip HB Granda, Venus, og Víkingur, koma reglulega til Vopnafjarðar með góðan afla sem unninn er jafnóðum og honum er landað.

Nafn:

Sveinbjörn Unnar Sigmundsson.

Hvaðan ertu:

Borinn og barnfæddur Vopnfirðingur.

Fjölskylduhagir:

 Kvæntur þriggja barna faðir, 6 barnabörn.

Hvar starfar þú núna:

Verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðju HB Granda Vopnafirði.

Hvenær hófst þú vinnu í sjávarútvegi:

Fyrsta launaða starfið í sjávarútveg var líklega  1971 í saltfiskverkun, en af og til þar á undan fengum   við strákarnir að gella hausana sem féllu til í frystihúsinu, gengum svo í hús til að selja.

Hvað er skemmtilegast við vinnu í íslenskum sjávarútvegi:

Fjölbreytni í starfinu og fá að taka þátt í þessu miklu framförum sem eru í greininni og er hvergi lokið.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum:

Þar er af mörgu að taka, en eitt kemur upp í hugann, gamla útrásarlögnin frá verksmiðjunni sem lá um 500 m út í fjörðinn losnaði frá sökkunum og reis upp eins og Loch Ness skrímslið væri komið.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn:

Þar er af mörgum góðum félögum að taka og væri það óðsmanns æði að gera upp á milli þeirra.

Hver eru áhugamál þín:

Samvera með fjölskyldunni, stangveiði,skotveiði, útivist og svo vinnan.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn:

Lambakjöt á alla vegu og svo auðvitað fiskur.

Hvert færir þú í draumfríið:

 Bali.

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Steiktu hænsnafótaskinni var erfitt að koma...

Maður vikunnar að þessu sinni byrjaði að vinna í fiski í Vogum á Vatnsleysuströnd 14 ára gömul. Nú er hún einn af sölustjórum...

thumbnail
hover

2.870 útselir í grásleppunet á ári!

Umhverfisvottun á grásleppuveiðar var felld niður í byrjun þessa árs vegna áætlaðs meðafla af útsel við veiðarnar. Axel Helgas...

thumbnail
hover

Vilja sjá þorskinn lifandi áður en...

Einkennilegar óskir um kaup á sjávarfurðum berast stundum til útflytjenda og samtaka í fiskvinnslu og fiskveiðum. Beiðni um lifandi ...