-->

Einstök vél á heimsvísu

Fyrirtækið Smástál ehf. á Djúpavogi kynnir á sýningunni Sjávarútvegi 2016 vél sem sker skötubörð en vélina hannaði og smíðaði Karl Jónsson, vélsmiður á Djúpavogi og eigandi fyrirtækisins. „Upphafið að þessu má rekja til þess þegar Vísir hf. var á sínum tíma með starfsemi á Djúpavogi. Þá voru þeir að vinna skötubörð, lausfrysta og selja til útflutnings. Skatan var skorin handvirkt og það er bæði seinlegt og erfið vinna. Þetta varð til þess að ég fór að þróa vél til að leysa handskurðinn af hólmi og hún er nú fullhönnuð og komin með CE vottun,” segir Karl.
Þegar skata er nefnd kemur Þorláksmessa upp í huga Íslendinga og þá söltuð og kæst skata. Karl segist fullviss um að kæst skata þekkist hvergi annars staðar í heiminum en við Íslendingar þekkjum hins vegar ekki að borða skötuna ferska. Stærsti markaður fyrir skötu er í Frakklandi og þar er hún matreidd líkt og nautasteik.

Herramannsmatur í Frakklandi
„Frakkar elda skötubörðin einfaldlega þannig að þau eru steikt 1-2 mínútur á hvorri hlið og kryddað með salti og pipar. Og þykir alveg herramannsmatur þar í landi. Sjálfur hef ég reyndar ekki prófað að elda skötuna á þann hátt en ég er ekki í vafa um að þetta er fyrirtaksmatur,” segir hann.
Eins og áður segir hefur Vísir hf. verkað skötubörð og flutt út lausfryst og keypti fyrirtækið á sínum tvær vélar frá Smástáli ehf. Þriðja vélin sem hann hefur smíðað er í sýningarbásnum í Laugardalshöll. Vélin vinnur þannig að skötunni er rennt undir hnífa sem skera bæði börðin af í einu. Karl segir skötuna get verið allt upp í rúmlega 2 kg að stærð og hvort barð getur þannig verið hátt í 500 grömm að þyngd.

Vannýtt hráefni úr sjónum
img_1290„Hér á landi eru aðilar að verka skötu fyrir innanlandsmarkað en ég er þess fullviss að hægt er að vinna skötu til útflutnings í meira mæli. Þetta er meðafli á línubátunum og stærstur hluti skötunnar sem kemur á línuna er ekki nýttur. Eins og í allri annarri fiskvinnslu skiptir máli að meðhöndla hráefnið strax úti á sjó, kæla fiskinn og tryggja þannig sem mestan ferskleika á hráefninu þegar það kemur til vinnslu. Markaðirnir eru fyrir hendi, enda veiðist skata víða í heiminum. Ég hef hitt mann sem víða hefur farið og þekkir vel til vinnslu og sölu á skötu og hann sagðist hvergi hafa séð áður vélbúnað sem sker skötuna. Hver veit nema vélin geti orðið útflutningsvara. En fyrst og fremst ætla ég núna að fara að auka kynningu á henni hér heima því  að mínu mati eru möguleikar á að gera með henni verðmæti úr hráefni sem er hvergi nærri fullnýtt í dag,” segir Karl.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Áframhaldandi meðbyr í pöntunum hjá Marel

 „Heimsfaraldurinn hefur haft varanleg áhrif á virðiskeðju matvæla þar sem sjálfvirknivæðing, róbótatækni og rafrænar lausni...

thumbnail
hover

Breytingar á nýtingu strandsvæða í samráðsgátt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um gerð st...

thumbnail
hover

Engar rækjuveiðar í Djúpinu

Stofnmæling rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi fór fram dagana 30. september til 9. október 2021. Byggt á niðurstöðum þeirr...