Ekkert erfitt, bara mismunandi létt

Nú er það Grenivík sem við höldum til til að spjalla við mann vikunnar á Kvótanum. Hann er þar verk- og gæðastjóri hjá Gjögri hf. Þar er unnin ferskur fiskur til útflutnings af tveimur bátum Gjögurs, Áskeli og Verði. Okkar maður er Óðinn Valsson. Hann er áhugamaður um íþróttir, finnst feitt hrossakjöt gott og langar til Maldive-eyja.

Nafn:

Óðinn Valsson.

Hvaðan ertu?

Fæddur á Húsavík og alinn upp til 15 ára aldurs.

Fjölskylduhagir:

Giftur Báru Eyfjörð Heimisdóttur og eigum við tvo syni 15 og 17 ára.

Hvar starfar þú núna?

Gæða og verkstjóri hjá fisvinnslu Gjögurs h.f. á Grenivík.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Vann sem sumarstarfsmaður í Hraðfrystihúsi Hnífsdals 1982-1984 að mig minnir og hóf síðan störf hjá Gjögri í október 2012.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Í raun og veru er allt skemmtilegt við að vinna við sjávarútveg,  fólkið, verkefnin, og þær áskoranir sem alltaf eru til staðar.

En það erfiðasta?

Viðkvæm starfsmannamál geta verið erfið,  en annars er ekkert erfitt, bara mismunandi létt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þetta er erfið spurning,  ég er sjálfur svo skrýtinn, að ætli það sé ekki spurning hvað þeim finnst um mig.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ónefndur vélstjóri er vissulega eftirminnilegur og svo Grétar nokkur Jónasson frá Hnífsdal ekki spurning.

Hver eru áhugamál þín?

Nánast allar íþróttir, sérstaklega knattspyrna. Veiði, bæði stangveiði og skotveiði.  Fjallgöngur og útivist.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Með fullri virðingu fyrir þeim frábæra fiski sem til er hér á landi,  þá er feitt saltkjöt með nýjum íslenskum kartöflum og rófum það sem gleður mig mest.

Hvert færir þú í draumafríið?

Maldive-eyjarnar eru eitthvað sem mig dreymir um að heimsækja.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips um...

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum se...

thumbnail
hover

Flytur erindi um plast í þorski...

Föstudaginn 23. nóvember kl. 11:00 mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar A...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðm...