Ekkert erfitt, bara mismunandi létt

Nú er það Grenivík sem við höldum til til að spjalla við mann vikunnar á Kvótanum. Hann er þar verk- og gæðastjóri hjá Gjögri hf. Þar er unnin ferskur fiskur til útflutnings af tveimur bátum Gjögurs, Áskeli og Verði. Okkar maður er Óðinn Valsson. Hann er áhugamaður um íþróttir, finnst feitt hrossakjöt gott og langar til Maldive-eyja.

Nafn:

Óðinn Valsson.

Hvaðan ertu?

Fæddur á Húsavík og alinn upp til 15 ára aldurs.

Fjölskylduhagir:

Giftur Báru Eyfjörð Heimisdóttur og eigum við tvo syni 15 og 17 ára.

Hvar starfar þú núna?

Gæða og verkstjóri hjá fisvinnslu Gjögurs h.f. á Grenivík.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Vann sem sumarstarfsmaður í Hraðfrystihúsi Hnífsdals 1982-1984 að mig minnir og hóf síðan störf hjá Gjögri í október 2012.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Í raun og veru er allt skemmtilegt við að vinna við sjávarútveg,  fólkið, verkefnin, og þær áskoranir sem alltaf eru til staðar.

En það erfiðasta?

Viðkvæm starfsmannamál geta verið erfið,  en annars er ekkert erfitt, bara mismunandi létt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þetta er erfið spurning,  ég er sjálfur svo skrýtinn, að ætli það sé ekki spurning hvað þeim finnst um mig.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ónefndur vélstjóri er vissulega eftirminnilegur og svo Grétar nokkur Jónasson frá Hnífsdal ekki spurning.

Hver eru áhugamál þín?

Nánast allar íþróttir, sérstaklega knattspyrna. Veiði, bæði stangveiði og skotveiði.  Fjallgöngur og útivist.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Með fullri virðingu fyrir þeim frábæra fiski sem til er hér á landi,  þá er feitt saltkjöt með nýjum íslenskum kartöflum og rófum það sem gleður mig mest.

Hvert færir þú í draumafríið?

Maldive-eyjarnar eru eitthvað sem mig dreymir um að heimsækja.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...