Engiferleginn lax með volgu mangósalati

Laxinn klikkar ekki. Hann er alltaf jafngóður og fjölbreytnin í matreiðslu er nánast endalaust. Það er svo mikill kostur að vegna blómlegs laxeldis á Íslandi er hægt að fá ferskan lax alla daga ársins á viðráðanlegu verði. Í ofanálag er laxinn eitthvert hollasta fiskmeti sem fáanlegt er vegna mikils innhalds fjölómettaðra fitusýra Omega3. Þessa fínu uppskrift fundum við á gottimatinn.is en þar er að finna mikið af góðum uppskriftum.

Hráefni:
700 g lax
sesamfræ

Kryddlögur (marinering) fyrir lax:
½ dl sojasósa
30 ml limesafi (1-2 lime)
2 tsk rifið engifer
1 tsk sambal olek

Salat:
1 stk mangó, skorið í bita
½ stk rauð, gul eða græn paprika, skorin smátt
1 stk rauðlaukur, skorinn smátt
steinselja, smátt skorin

Meðlæti:
hrísgrjón, setjið túrmerik í vatnið til að fá gulan lit á grjónin
sýrður rjómi

Aðferð:

Þessi dásamlegi og fljótlegi réttur dugar fyrir 3-4.

Stillið hitann á ofninum á 225°C.

Hrærið saman kryddlöginn. Setjið öll hráefni í skál, skerið laxinn í bita og setjið í skálina. Látið liggja í rúmlega 30 mínútur.

Skerið mangó, papriku, lauk og steinselju smátt og setjið til hliðar.

Setjið fiskinn í eldfast mót ásamt sósunni og stráið sesamfræ yfir. Bakið fiskinn í um 15 mínútur.

Hitið olíu á pönnu og steikið ávexti og grænmeti í nokkrar mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum, sýrðum rjóma og grænu salati.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Þrír bátar hafa náð 12 daga...

Að loknum 12 veiðidögum sem heimilt er að stunda strandveiðar í hverjum mánuði hafa þrír bátar náð að nýta alla dagana.  Gr...

thumbnail
hover

Þorskur með mozzarella og tómötum

Þorskurinn er alltaf góður, ferskur og fallegur nánast beint upp úr bátnum í flökun og á diskinn okkar. Það er óvíða sem hægt...

thumbnail
hover

Sjávarútvegurinn er spennandi grein

Hún byrjaði að vinna við sjávarútveg sem krakki hjá föður sínum Karli Sveinssyni á Borgarfirði eystri í saltfiski. Hún reyndi ...