Enn eykst verðmæti sjávarafurða frá Noregi

Norðmenn fluttu utan 200.600 tonn af sjávarafurðum að verðmæti 122 milljarðar íslenskra króna. Þetta er samdráttur um 4% í magni, en 13% vöxtur í verðmæti miðað við sama mánuð í fyrra. Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Noregi hefur aldrei verið meira í janúarmánuði.

Aukin eftirspurn og verðhækkanir á laxi ráða miklu um um verðmætið. Þá hefur þorskvertíðin farið vel af stað og hefur útflutningur afurða úr þorski aldrei verið meiri í janúarmánuði en nú. Fiskeldi skilar um 70% útflutningsverðmætisins en 45% magnsins. Verðmæti þessara afurða er óbreytt miðað við sama tíma í fyrra, en magnið það sama. Verðmæti útfluttra afurða úr veiðum hefur vaxið um 8% en magnið fallið um sama hlutfall.

Nú fóru utan 86.000 tonn af laxi að verðmæti 81 milljarður íslenskra króna. Það er vöxtur um 1.800 tonn í magni og 14% verðmætið hefur hækkað um 14%. Helstu kaupendur á laxi eru í Póllandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.

Norðmenn fluttu utan 4.700 tonn af ferskum þorski í janúar, sem er samdráttur um 900 tonn eða 16%, en verðmætið er svipað, enda hefur afurðaverðið hækkað. Mest af ferska þorskinum fer til Danmerkur, Lettlands og  Svíþjóðar nú í byrjun árs. Útflutningur af frystum þorski var 9.900 tonn. Það er vöxtur um 2.000 tonn eða 25% og heildarverðmæti þessa útflutnings jókst um 48% vegna hækkana á afurðaverði. Mest af frysta þorskinum fer til Kína, Bretlands og Litháen.

Þá fóru utan frá Noregi 9.400 tonn af þurrkuðum saltfiski og er magn og verð á sama róli og í janúar í fyrra. Þessi fiskur er mest seldur til Brasilíu, Portúgal og Dominikanska lýðveldisins. Af blautverkuðum saltfiski fóru aðeins utan 828 tonn. Það er samdráttur um 197 tonn eða 19%. Verðmætið féll um 14%. Helstu kaupendur eru Portúgal, Ítalía og Grikkland.

Loks má nefna að útflutningur af síld nam 33.300 tonnum. Það er samdráttur um 3%, en verðmætið féll meira eða um 13%. Af makríl fóru utan 22.600 tonn, sem er vöxtur um 2.900 tonn eða 15%. Vermætið jókst hins vegar miklu meira eða um 54% enda hækkaði verð á frystum makríl um 34% miðað við sama mánuð í fyrra.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Uppskrift númer 305

Þorskurinn getur þvælst fyrir á stundum. Það er ekki alltaf auðvelt að sækja hann vegna veðurs og hann getur vafist fyrir í vinns...

thumbnail
hover

Geir bóndi sá eftirminnilegasti

Maður vikunnar er frá Malarrifi og er sjómaður á aflafleyinu Bárði SH 81. Hann stundar þar netaveiðar undirstjórn föður síns, e...

thumbnail
hover

Tilviljun að hafa lifað af

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Ægis er viðtal við Eyþór Björnsson, fiskistofustjóra, sem lenti í þremur slysum á sjómannsfe...