Enn eykst verðmæti sjávarafurða frá Noregi

Norðmenn fluttu utan 200.600 tonn af sjávarafurðum að verðmæti 122 milljarðar íslenskra króna. Þetta er samdráttur um 4% í magni, en 13% vöxtur í verðmæti miðað við sama mánuð í fyrra. Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Noregi hefur aldrei verið meira í janúarmánuði.

Aukin eftirspurn og verðhækkanir á laxi ráða miklu um um verðmætið. Þá hefur þorskvertíðin farið vel af stað og hefur útflutningur afurða úr þorski aldrei verið meiri í janúarmánuði en nú. Fiskeldi skilar um 70% útflutningsverðmætisins en 45% magnsins. Verðmæti þessara afurða er óbreytt miðað við sama tíma í fyrra, en magnið það sama. Verðmæti útfluttra afurða úr veiðum hefur vaxið um 8% en magnið fallið um sama hlutfall.

Nú fóru utan 86.000 tonn af laxi að verðmæti 81 milljarður íslenskra króna. Það er vöxtur um 1.800 tonn í magni og 14% verðmætið hefur hækkað um 14%. Helstu kaupendur á laxi eru í Póllandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.

Norðmenn fluttu utan 4.700 tonn af ferskum þorski í janúar, sem er samdráttur um 900 tonn eða 16%, en verðmætið er svipað, enda hefur afurðaverðið hækkað. Mest af ferska þorskinum fer til Danmerkur, Lettlands og  Svíþjóðar nú í byrjun árs. Útflutningur af frystum þorski var 9.900 tonn. Það er vöxtur um 2.000 tonn eða 25% og heildarverðmæti þessa útflutnings jókst um 48% vegna hækkana á afurðaverði. Mest af frysta þorskinum fer til Kína, Bretlands og Litháen.

Þá fóru utan frá Noregi 9.400 tonn af þurrkuðum saltfiski og er magn og verð á sama róli og í janúar í fyrra. Þessi fiskur er mest seldur til Brasilíu, Portúgal og Dominikanska lýðveldisins. Af blautverkuðum saltfiski fóru aðeins utan 828 tonn. Það er samdráttur um 197 tonn eða 19%. Verðmætið féll um 14%. Helstu kaupendur eru Portúgal, Ítalía og Grikkland.

Loks má nefna að útflutningur af síld nam 33.300 tonnum. Það er samdráttur um 3%, en verðmætið féll meira eða um 13%. Af makríl fóru utan 22.600 tonn, sem er vöxtur um 2.900 tonn eða 15%. Vermætið jókst hins vegar miklu meira eða um 54% enda hækkaði verð á frystum makríl um 34% miðað við sama mánuð í fyrra.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...