Er þorskstofninn við Færeyjar að braggast?

Mjög lítið hefur verið mörg undanfarin ár um þorsk og ýsu á landgrunni Færeyja. Er það lengsta skeið með lítilli fiskigengd í að minnsta kosti heila öld. Nú horfir eitthvað betur til, því í nýafstöðnum leiðangri færeysku hafrannsóknastofnunarinnar varð vart við meira af þorski, ýsu og lýsu en áður.

Þorskur á færeyska landgrunninu í vorleiðangri.

Þorskur á færeyska landgrunninu í vorleiðangri.

 

Einnig fékkst mikið af rauðsprettu og kolmunna, en af öðrum tegundum eins og ufsa, gulllaxi, þykkvalúru, spærlingi, var afli í meðallagi. Minna fékkst af keilu og karfa. Magainnihald sýndi að mikið var um sandsíli.

Ysa og þorskur á Færeyjabanka 2018.

Ýsa og þorskur á Færeyjabanka 2018.

Staðan á Færeyjabanka er ekki sú sama. Magnið af þorski þar var jafnlítið og það hefur verið frá 2006. Nokkuð af smáfiski fékkst og gæti það verið batamerki. Mikið fékkst hins vegar af ýsu á Bankanum eins og í fyrra og var töluvert af smáýsu í aflanum. Misjafnt hefur verið af smokkfiski og skötusel og engin lúða hefur fengist frá árinu 2014. Eins og á landgrunninu sýnir magainnhald að mikið er um sandsíli á Færeyjabanka.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...