Færeyingar fara á Flæmska hattinn

Fjögur línuskip frá Færeyjum, sem frysta aflann um borð, eru nú á leiðinni á Flæmska hattinn til þorskveiða. Siglingin þangað tekur 8 sólarhringa, en veiðarnar mega hefjast þann 10. Þessa mánaðar.

Klakkur fór fyrsta af stað á þriðjudag og ámiðvikudag héldu Kambur, Eyvind og Stapin í kjölfar Klakks. Enn einn slíkur línubátur, Ågot, en nú á veiðum á heimaslóðinni, en heldur líklega á Hattinn á næstunni.

Færeyingar eru með heildarkvóta af þorski á Flæmska hattinum upp á 3.911 tonn. Frystilínuskipin eru með 2.635 tonn af því. Mismunurinn verður síðan boðinn upp.

Heimild og mynd: http://jn.fo/forsida.html

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin...

thumbnail
hover

Er að gera eitthvað skrýtið alla...

Maður vikunnar að þessu sinni er forfallinn stangveiðimaður og er leiðsögumaður á sumrin. Þar fyrir utan starfar hann hjá fyrirt...

thumbnail
hover

Nýr léttabátur fyrir Gæsluna

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíða...