Færeyingar fara á Flæmska hattinn

Fjögur línuskip frá Færeyjum, sem frysta aflann um borð, eru nú á leiðinni á Flæmska hattinn til þorskveiða. Siglingin þangað tekur 8 sólarhringa, en veiðarnar mega hefjast þann 10. Þessa mánaðar.

Klakkur fór fyrsta af stað á þriðjudag og ámiðvikudag héldu Kambur, Eyvind og Stapin í kjölfar Klakks. Enn einn slíkur línubátur, Ågot, en nú á veiðum á heimaslóðinni, en heldur líklega á Hattinn á næstunni.

Færeyingar eru með heildarkvóta af þorski á Flæmska hattinum upp á 3.911 tonn. Frystilínuskipin eru með 2.635 tonn af því. Mismunurinn verður síðan boðinn upp.

Heimild og mynd: http://jn.fo/forsida.html

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og hófst kennsla þá um sumarið. Skólinn var ætlaður nem...

thumbnail
hover

HB Grandi semur við ÚR um...

HB Grandi hf. hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á me...

thumbnail
hover

Lítill fiskafli í júní

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mest...