Færeyingar fara á Flæmska hattinn

Fjögur línuskip frá Færeyjum, sem frysta aflann um borð, eru nú á leiðinni á Flæmska hattinn til þorskveiða. Siglingin þangað tekur 8 sólarhringa, en veiðarnar mega hefjast þann 10. Þessa mánaðar.

Klakkur fór fyrsta af stað á þriðjudag og ámiðvikudag héldu Kambur, Eyvind og Stapin í kjölfar Klakks. Enn einn slíkur línubátur, Ågot, en nú á veiðum á heimaslóðinni, en heldur líklega á Hattinn á næstunni.

Færeyingar eru með heildarkvóta af þorski á Flæmska hattinum upp á 3.911 tonn. Frystilínuskipin eru með 2.635 tonn af því. Mismunurinn verður síðan boðinn upp.

Heimild og mynd: http://jn.fo/forsida.html

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frost, funi og allt þar á...

Starfsmenn Hafnareyrar frysta og sjóða, landa fiski og skipa út fiski, smíða úr tré og járni og sinna ótal mörgu öðru sem upp m...

thumbnail
hover

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar um borð í r/s Ár...

thumbnail
hover

Binni tvítugur (í starfi)

Samstarfsfólk á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar bar í síðustu viku þessa líka fínu súkkulaðiköku á borð í tilefni af tvítugs...