Færeyjar, Noregur og ESB setja sér mikinn makrílkvóta

Færeyjar, Noregur og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að framlengja samning sinn um veiðistjórnun og og skiptingu veiðiheimilda í makríl sín á milli til ársins 2020. Samningurinn er upphaflega frá árinu 2014 og heldur hann Íslandi og Grænlandi utan samkomulagsins. Þannig skipta Norðmenn og Færeyingar ásamt ESB megninu af veiðiheimildum sín á milli og skammta öðrum þjóðum smátt úr hnefa.

Þessir aðilar hafa komið sér saman um að leyfilegur heildarafli þeirra af makríl verði 653.438 tonn á næsta ári. Það er rúmlega tvöfalt meira en Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur lagt til. Tillögur þess voru að heildaraflinn verði ekki meiri en 318.403 tonn.

Samkvæmt samkomulaginu verður hlutur Evrópusambandsins 322.000 tonn, Noregs 147.000 tonn og Færeyja 82.300 tonn, samtals 551 tonn.  Miðað við það verða eftir heimildir til veiða á 102 tonnum af makríl fyrir Íslendinga og Grænlendinga. Til samanburðar var makrílkvóti Íslands á þessu ári 146.000 tonn.

Íslendingar hafa undanfarin ár ætlað sér um 16% af  heildar kvótanum á makríl. Miðað við 653.000 tonnin yrði hlutur Íslands á næsta ári 104.000. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að enn eitt árið verður veitt miklu meira en Alþjóða hafrannsóknaráðið leggur til. Þrátt fyrir þetta er haft eftir Högna Höydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja á vef færeysku heimastjórnarinnar að veiðarnar verði stundaðar með sjálfbærum hætti.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Dregur úr löndun VS-afla

Landanir á svokölluðum VS-afla hafa farið minnkandi á síðustu árum. Á tímabilinu 2012-2013 til 2017-2018 var landaður VS-afli rú...

thumbnail
hover

Fyrstu nemendurnir ljúka stjórnendanámi

  Fyrstu nemendurnir til að ljúka 5. og síðustu lotu stjórnendanáms á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skí...

thumbnail
hover

Stoppað í gat á sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi (Fjarðalaxi) föstudaginn 16. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við ...