-->

Fiskar og fleira til sýnis hjá Hafró

Fiskar á ís verða til sýnis við Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu fjögur þann 17. júní næstkomandi, fiskabúr, myndbönd og víðsjárstöðvar inni í Upplýsingasetri á jarðhæð.

Fiskar verða til sýnis í 10 körum á plani við Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4. Upplýsingasetur á jarðhæð verður opið, þar má finna stórt fiskabúr og tvær stöðvar með víðsjám. Önnur stöðin verður með lífverur úr sjó og hin með lífverur úr ferskvatni. Einnig verður starfsemi Hafrannsóknastofnunar kynnt á myndböndum í bíósal. Viðburður stendur yfir milli klukkan 14 og 18.
Verið velkomin, heitt á könnunni. Djús fyrir börnin.

Á myndinni er langnefur. Ljósmynd Svanhildur Egilsdóttir

.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Helgi aflahæstur í maí

Jónas SH-237 varð aflahæstur strandveiðibáta í maí.  Skipstjóri og eigandi er Helgi Bergsson Ólafsvík.  Helgi náði 12 veiðife...

thumbnail
hover

Besti grálúðutúr Blængs

Frystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupstaðar í gær með fullar lestar. Aflinn í veiðiferðinni var 570 tonn upp úr sjó að verðm...

thumbnail
hover

Sjávarklasinn stofnar sjávarakademíu

Sjávarakademía Sjávarklasans var í dag sett á laggirnar í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Í Sjávarakademíunni mun n...