Fiskar og fleira til sýnis hjá Hafró

Fiskar á ís verða til sýnis við Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu fjögur þann 17. júní næstkomandi, fiskabúr, myndbönd og víðsjárstöðvar inni í Upplýsingasetri á jarðhæð.

Fiskar verða til sýnis í 10 körum á plani við Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4. Upplýsingasetur á jarðhæð verður opið, þar má finna stórt fiskabúr og tvær stöðvar með víðsjám. Önnur stöðin verður með lífverur úr sjó og hin með lífverur úr ferskvatni. Einnig verður starfsemi Hafrannsóknastofnunar kynnt á myndböndum í bíósal. Viðburður stendur yfir milli klukkan 14 og 18.
Verið velkomin, heitt á könnunni. Djús fyrir börnin.

Á myndinni er langnefur. Ljósmynd Svanhildur Egilsdóttir

.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ræða sameiningu Vísis og Þorbjarnar

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyr...

thumbnail
hover

Fer í draumafríið um jólin

Maður vikunnar að þessu sinni er borinn og barnfæddur Dalvíkingur. Fyrsta launaseðilinn fékk fyrir útskipun á rækju hjá Söltunar...

thumbnail
hover

Bergey orðin blá

Bergey VE hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og verður skipið afhent hinum nýja eiganda á næstu dögum og mu...